Fréttablaðið - 05.10.2015, Síða 45

Fréttablaðið - 05.10.2015, Síða 45
Laufen er einn af leiðandi framleiðendum hreinlæt-istækja í Evrópu og nýtur mikillar virðingar, sér í lagi meðal arkitekta og þeirra sem sjá um byggingaframkvæmdir,“ segir F. Gunnar Árnason, vöru- stjóri hjá Húsasmiðjunni. Laufen er svissneskt gæða- merki með yfir 130 ára sögu en það hefur verið á markaði frá 1892. „Það hefur unnið til fjölda hönnunarverðlauna. Til dæmis fékk Kartell línan tvenn verð- laun í Evrópu á síðasta ári og PRO-S línan einnig,“ upplýsir Gunnar. Umfang f yrirtækisins er nokkurt enda er Laufen með sex verksmiðjur í Evrópu og höf- uðstöðvar og aðalframleiðslu í bænum Laufen, nærri Basel í Sviss. Áhersla á fallega hönnun Hjá Laufen er lögð mikil áhersla á fagurfræði og hafa þekktir hönnuðir verið fengnir til sam- starfs við fyrirtækið: Alessi línan er hönnuð af Wiel Arets.Palomba línan er hönn- uð af Ludovic og Roberto Pa- lomba. Kartell línan er hönnuð af Ludovic og Roberto Paloma í samvinnu við Kartell. Kompass línan er hönnuð af Hee Welling. „Húsasmiðjan leggur áherslur á PRO-N línuna frá Laufen sem er sérstaklega hönnuð fyrir Norðurlandamarkaðinn en einnig erum við með nokkuð í Kartell línunni,“ segir Gunnar. Hann bendir þó á að Húsasmiðj- an geti pantað allar þær vörur sem Laufen framleiðir. „Sölu- menn í verslunum okkar geta aðstoðað við það.“ Nýjungar í fyrirrúmi Aðsögn Gunnars hefur Laufen ávallt verið leiðandi í nýjungum á markaðnum. „Til dæmis setti Laufen fyrst allra vegghengd salerni á markað árið 1960 en þau voru hönnuð af Xaver Jer- mann,“ segir hann en nýjunga- girnin er enn til staðar í dag. „Laufen kynnti nýja tækni árið 2013. Hún kallast Saphir- Keramik aðferðin, og hún eykur útlits- og framleiðslumögu- leika keramiks verulega og gefur hönnuðum ýmsa mögu- leika sem þeir höfðu ekki áður. Nýjustu vörur Laufen eru síðan „rimless“ salerni þar sem skol- vatnið kemur á einum stað og skolbrún allan hringinn því óþörf,“ upplýsir Gunnar og bendir á að PRO-N Rimless sal- ernin séu á frábæru verði og kosti 45.195 krónur. Allt í baðherbergið Húsasmiðjan býður einnig flest- ar aðrar vörur fyrir baðherberg- ið. Meðal annars blöndunar- tæki og sturtusett frá Damixa og Emmevi, baðkör og sturtu- botna frá Kaldewei, sturtuklefa frá Macro og sturtuhorn og hlið- ar frá EPLO. Þá má einnig nefna sturtuniðurföll frá Alcaplast í ýmsum lengdum. Nánari upplýsingar má finna á www.husa.is LAUFEN hreinlætistækin loks fáanleg aftur á Íslandi Svissnesku gæðavörurnar frá LAUFEN fást nú hjá Húsasmiðjunni en þau hafa hlotið mörg verðlaun í gegnum árin. Í Húsasmiðjunni má einnig finna flestar aðrar vörur fyrir baðherbergið frá merkjum á borð við Damixa, Emmevi, Kaldewei, Macro og EPLO. Hreinlætistækin frá Laufen eru afar falleg og stílhrein. F. Gunnar Árnason segir vöruvalið í Húsasmiðjunni afar gott. MyND/PJETUR Laufen hreinlætistækin fást í Húsasmiðjunni STÍLHREIN HÖNNUN SVISSNESK GÆÐI SÍÐAN 1892 Fáðu innblástur á Pinterest Húsasmiðjunnar - Pinterest.com/husasmidjan 5. október 2015 7Kynning − auglýsing Baðherbergi 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 2 -A C A 0 1 6 C 2 -A B 6 4 1 6 C 2 -A A 2 8 1 6 C 2 -A 8 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 4 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.