Fréttablaðið - 05.10.2015, Síða 64

Fréttablaðið - 05.10.2015, Síða 64
Allt sem þú þarft ... Höfuðborgarsvæðið, meðallestur kvenna á tölublað, 18–49 ára. Prentmiðlakönnun Gallup, jan.– mar. 2015 YFIRBURÐIR Fréttablaðsins staðfestir 53,3% 18% FB L M BL w w w. bl ue la go on .is 20% af hverju seldu eintaki af Hydrating 24h Serum í október, rennur til Krabbameinsfélags Íslands. Varan fæst í verslunum Bláa Lónsins, Hagkaupa og í Hreyfingu. Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Hann er óheflaður og hávær. Hann heldur að allur heim-urinn snúst í kringum hann og freku börnin hans. Hann er ein- kennilega fölur en um leið rauð- þrútinn af bjórsulli síðustu daga. Við þekkjum hann öll og við hötum hann. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem við mætum á flugvellinum á leið heim úr fríinu. Hann minnir okkur á svo margt, þessi gjammandi mannapi. Vinn- una sem bíður okkar á mánudags- morguninn. Nístandi kuldann sem tekur á móti okkur eftir nokkra klukkutíma í Leifsstöð. Handónýta samfélagið sem við neyðumst til að taka þátt í um leið og dekk vélar- innar snerta jörðina. Í nokkra daga leið okkur eins og sannkölluðum heimsborgurum. Við gengum um götur stórborgar í brakandi ferskum fötum úr H&M sem við borguðum nokkuð eðlilegt verð fyrir. Við borðuðum á fínum veitingastöðum og gátum gert grín að nefstærð mannsins á næsta borði án þess að þurfa að hvísla. Ef við heyrðum íslensku einhvers staðar þá þóttumst við ekki heyra hana, þó okkur langaði auðvitað innst inni að hrópa: „Hey, eruð þið íslensk?“ Við erum nefnilega yfir Íslendinga hafin þegar við förum í frí. Og þarna er hann mættur út á völl, íslenski ruddinn, að röfla eitthvað um Tax Free á bjagaðri ensku við þolinmóðan flugvallar- starfsmann. Berandi vaff fram eins og tvöfalt vaff, alveg eins og fáráður. Hann er holdgervingur alls þess sem við þolum ekki við landið okkar. Hann staupar sig með litlum flöskum í vélinni, eyðir stórfé í sígarettur og ilmvötn úr skranvagninum og svo klappar hann þegar flugvélin lendir. Hann er smáborgari fram í fingurgóma – og hann er alveg eins og við. Fyrsti Íslendingurinn Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Hauks Viðars Alfreðssonar Bakþankar 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 1 -D 3 6 0 1 6 C 1 -D 2 2 4 1 6 C 1 -D 0 E 8 1 6 C 1 -C F A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 4 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.