Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Síða 62

Fréttatíminn - 17.07.2015, Síða 62
Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 201510 V it Hit fæst í fimm bragðteg-undum og inniheldur hver f laska 16-35 hitaeiningar. Drykkirnir eru náttúrulegir og án viðbætts sykurs. Þeir hafa allir til- tekna virkni og innihalda dagskammt af átta mismunandi vítamínum, þar á meðal C-vítamíni og B-1 vítamíni sem hjálpar til við að draga úr þreytu og auka orku. Fylgdu Vit Hit á Instagram: www. instagram.com/vithit.island og á Fa- cebook: Vit Hit Iceland Unnið í samstarfi við Arka Ný kynslóð vítamíndrykkja VIT HIT eru nýir vítamíndrykkir á Íslandi. Drykkirnir eru hitaein- ingasnauðir og frískandi. Detox: Hreinsandi drykkur með mandar- ínum og grænu tei sem hressir líkamann við. Stútfullur af andoxunar- efnum og flavoníði sem hefur bólgueyðandi áhrif. Immunitea: Einstak- lega bragðgóð blanda af dreka- og yuzuávöxtum ásamt svörtu tei. Inni- heldur sólhatt og zink, er ríkur af C-vítamíni og er því tilvalin styrking fyrir ónæmiskerfið. Revive: Inniheldur hvítt te, sítrusávexti og gin- seng. Hressandi andox- unarblanda sem hefur vatnslosandi áhrif. Hvítt te inniheldur mikið af andoxunarefnum og styrkir ónæmiskerfið. Lean & Green: Frískandi blanda epla, ylliblóma og maté-tes sem hraðar efnaskipt- um líkamans. Inniheldur meðal annars L-carnitín sem hefur jákvæð áhrif á uppbyggingu vöðva og ýtir undir fitu- brennslu. Berry Boost: Ljúffeng berjablanda sem inniheldur ginseng og rauðrunnate. Ginseng er talið auka andlega og líkamlega orku og rauðrunnateið er ríkt af andoxunarefnum og steinefnum. Tilvalið orkuskot sem ýtir undir efnaskiptin. Spennustigið á Símamótinu í ár verður væntanlega mjög hátt eins og á fyrri á mótum. Í öllum spenningnum skiptir hins vegar miklu máli að nærast vel á milli leikja. Ingibjörg Gunnarsdóttir, næringar- fræðingur, segir að mikilvægast sé að skapa ró í kringum aðalmatmálstíma, það er morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. „Einnig skiptir máli að taka tillit til þess að einstaklingar eru mislengi að borða. Eins er orkuþörf einstaklinga mjög mismunandi á þessum aldri og mikilvægt að taka tillit til þess bæði á matmálstímum og eins þegar liðin eru nestuð yfir daginn,“ segir Ingibjörg. Hér koma nokkrar sniðugar hugmyndir að nesti sem má grípa í milli leikja. Næring milli leikja Rúsínur og döðlur: Nokkrar rúsínur eða döðlur eru góðir orkugjafar á milli leikja. Gróft brauð: Fínt eða milligróft brauð með áleggi gefur góða orku á milli leikja. Passið samt að velja ekki of gróf brauð ef stutt er í næsta leik þar sem trefjarnar gætu valdið óþægindum í maga. Ávaxta- og berjaveisla: Hvernig væri svo að fagna góðum og vonandi sólríkum degi með fallegu ávaxta- og berjahlaðborði fyrir liðið? Heimatilbúinn íþróttadrykkur: Ef stutt er í leik, innan við klukkustund eða svo, getur verið sniðugt að búa til heimatilbúinn íþróttadrykk með því að blanda hreinum ávaxtasafa til helminga við vatn. Þynntur safi minnkar líkur á óþægindum í maga meðan á leik stendur, en smá orka (kolvetni) getur gert gæfumuninn, sérstaklega þegar líða tekur á mótið. Þennan drykk má líka sötra í hálfleik, sérstaklega í leikjum sem eru seinni partinn og þegar líða tekur á mótið. Ávextir: Auðvelt er að nálg- ast ferska ávexti í næstu verslun í nágrenni keppnis- svæðisins á Símamótinu, t.d. banana og epli. Vatn, vatn og meira vatn: Munið að drekka vel af vatni í gegnum allt mótið. Safar: Ef matarlyst er lítil er gott að velja drykki sem gefa orku (kolvetni), t.d. ávaxtasafa, mjólk eða kókómjólk.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.