Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Qupperneq 62

Fréttatíminn - 17.07.2015, Qupperneq 62
Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 201510 V it Hit fæst í fimm bragðteg-undum og inniheldur hver f laska 16-35 hitaeiningar. Drykkirnir eru náttúrulegir og án viðbætts sykurs. Þeir hafa allir til- tekna virkni og innihalda dagskammt af átta mismunandi vítamínum, þar á meðal C-vítamíni og B-1 vítamíni sem hjálpar til við að draga úr þreytu og auka orku. Fylgdu Vit Hit á Instagram: www. instagram.com/vithit.island og á Fa- cebook: Vit Hit Iceland Unnið í samstarfi við Arka Ný kynslóð vítamíndrykkja VIT HIT eru nýir vítamíndrykkir á Íslandi. Drykkirnir eru hitaein- ingasnauðir og frískandi. Detox: Hreinsandi drykkur með mandar- ínum og grænu tei sem hressir líkamann við. Stútfullur af andoxunar- efnum og flavoníði sem hefur bólgueyðandi áhrif. Immunitea: Einstak- lega bragðgóð blanda af dreka- og yuzuávöxtum ásamt svörtu tei. Inni- heldur sólhatt og zink, er ríkur af C-vítamíni og er því tilvalin styrking fyrir ónæmiskerfið. Revive: Inniheldur hvítt te, sítrusávexti og gin- seng. Hressandi andox- unarblanda sem hefur vatnslosandi áhrif. Hvítt te inniheldur mikið af andoxunarefnum og styrkir ónæmiskerfið. Lean & Green: Frískandi blanda epla, ylliblóma og maté-tes sem hraðar efnaskipt- um líkamans. Inniheldur meðal annars L-carnitín sem hefur jákvæð áhrif á uppbyggingu vöðva og ýtir undir fitu- brennslu. Berry Boost: Ljúffeng berjablanda sem inniheldur ginseng og rauðrunnate. Ginseng er talið auka andlega og líkamlega orku og rauðrunnateið er ríkt af andoxunarefnum og steinefnum. Tilvalið orkuskot sem ýtir undir efnaskiptin. Spennustigið á Símamótinu í ár verður væntanlega mjög hátt eins og á fyrri á mótum. Í öllum spenningnum skiptir hins vegar miklu máli að nærast vel á milli leikja. Ingibjörg Gunnarsdóttir, næringar- fræðingur, segir að mikilvægast sé að skapa ró í kringum aðalmatmálstíma, það er morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. „Einnig skiptir máli að taka tillit til þess að einstaklingar eru mislengi að borða. Eins er orkuþörf einstaklinga mjög mismunandi á þessum aldri og mikilvægt að taka tillit til þess bæði á matmálstímum og eins þegar liðin eru nestuð yfir daginn,“ segir Ingibjörg. Hér koma nokkrar sniðugar hugmyndir að nesti sem má grípa í milli leikja. Næring milli leikja Rúsínur og döðlur: Nokkrar rúsínur eða döðlur eru góðir orkugjafar á milli leikja. Gróft brauð: Fínt eða milligróft brauð með áleggi gefur góða orku á milli leikja. Passið samt að velja ekki of gróf brauð ef stutt er í næsta leik þar sem trefjarnar gætu valdið óþægindum í maga. Ávaxta- og berjaveisla: Hvernig væri svo að fagna góðum og vonandi sólríkum degi með fallegu ávaxta- og berjahlaðborði fyrir liðið? Heimatilbúinn íþróttadrykkur: Ef stutt er í leik, innan við klukkustund eða svo, getur verið sniðugt að búa til heimatilbúinn íþróttadrykk með því að blanda hreinum ávaxtasafa til helminga við vatn. Þynntur safi minnkar líkur á óþægindum í maga meðan á leik stendur, en smá orka (kolvetni) getur gert gæfumuninn, sérstaklega þegar líða tekur á mótið. Þennan drykk má líka sötra í hálfleik, sérstaklega í leikjum sem eru seinni partinn og þegar líða tekur á mótið. Ávextir: Auðvelt er að nálg- ast ferska ávexti í næstu verslun í nágrenni keppnis- svæðisins á Símamótinu, t.d. banana og epli. Vatn, vatn og meira vatn: Munið að drekka vel af vatni í gegnum allt mótið. Safar: Ef matarlyst er lítil er gott að velja drykki sem gefa orku (kolvetni), t.d. ávaxtasafa, mjólk eða kókómjólk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.