Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Side 16

Fréttatíminn - 26.06.2015, Side 16
Ísland þarf á sirkus að halda Loftfimleikakonan Eyrún Ævarsdóttir og súludansarinn Jóakim Kvaran eru kærustupar og samstarfsfélagar. Þau búa í Rotterdam þar sem þau stunda nám í sirkusfræðum en á sumrin ferðast þau um landið með Sirkus Íslands sem þau eru stofnfélagar. Parið dreymir um að sirkus- listin nái að festa hér rætur og blómstra. Annað væri synd því sirkusinn færir svo mikla gleði. Þ egar ég var sautján ára sá ég einhjól í glugga á hjólabúð og keypti það á staðnum,“ seg- ir Jóakim aðspurður um upphafið að sirkusævintýrinu. „Við vinirnir höfðum aldrei prófað neitt þessu líkt og vorum úti á götu að æfa okkur allan daginn. Einn daginn gengur Lee Nelson, sem í dag er stjórnandi Sirkus Íslands, upp að okkur og býður okkur á sirkusnámskeið. Við slógum til og fórum að mæta á æf- ingar í Kramhúsinu. Ég hafði aldrei stundað neinar uppbyggilegar hóp- íþróttir en alltaf verið mjög aktívur og haft gaman að því að „jöggla“ eða vera á línuskautum og fíflast eitt- hvað. Svo þetta hentaði mér mjög vel og ég kolféll fyrir sirkusnum.“ „Svo vantaði sirkuslistamenn í leikritið sem ég var að vinna í,“ segir Eyrún sem var þá sextán ára að setja upp sýningu með bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ þar sem hún er alin upp. „Jóakim mætti þarna og lék listir sín- ar og þar sem ég kunni á „diablo“, sem er stórt jójó sem er kastað í loft- ið, var ákveðið að ég mundi vera með í sirkusatriðinu. Svo þar kynntumst við fyrst og þar byrjaði minn sirkus- ferill,“ segir Eyrún. Háskólanám í sirkusfræðum Til að byrja með var Sirkus Íslands lítill hópur áhugafólks sem æfði saman þegar tími gafst til en árið 2009, árið sem Eyrún kom í hópinn, var sirkusinn formlega stofnaður. „Allt í einu vorum við bæði komin á fullt í sirkusinn og öll menntaskóla- árin fóru í þetta,“ segir Jóakim sem var nemi í Borgarholtsskóla á þess- um tíma en Eyrún var í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. „Ég var á margmiðlunarbraut og var að spá í að fara í grafíska hönnun en áhug- inn á því varð alltaf minni og minni eftir því sem ég kynntist sirkusnum betur. Allt í einu varð raunverulegt að þetta væri hægt, að vinna í sirk- us,“ segir Jóakim. „Við vorum auðvitað mikið að ræða það á þessum tíma hvað við myndum gera eftir menntaskóla en þegar við komumst að því að það væri hægt að fara í háskólanám í sirkus ákváðum við að prófa það,“ segir Eyrún sem fór ásamt Jóakim og Bjarna, öðrum vini úr Sirkus Ís- lands, til Rotterdam vorið 2012 til að reyna við inntökuprófið. „Við Bjarni komumst ekki inn því vorum ekki í nógu góðu formi og áttum bara ekki heima þarna,“ segir Jóakim. „En Eyrún flaug bara beint inn því hún var orðin svo góð í loft- fimleikum. Sem var dálítið erfitt því þarna vorum við nýbyrjuð að vera saman.“ „Ég bjóst alls ekkert við þessu og fékk hálfgert áfall. Nýútskrifuð úr MH og allt í einu komin í háskóla- nám í sirkus. En ég flutti ein út um haustið og var ein þarna fyrsta árið, sem var pínu þungt, því planið var að vera saman.“ „Ég fór að sjálfsögðu á fullt í að æfa og koma mér í form til að kom- ast inn árið á eftir,“ segir Jóakim. „Kennararnir fengu líka sjokk þegar þeir sáu þig ári síðar svona líka stæltan,“ segir Eyrún og bæði skella upp úr. Súludans og loftfimleikareipi Að fá BA gráðu í sirkusfræðum tekur fimm ár. Fyrsta árið er al- mennt undirbúningsnám þar sem grunnstoðirnar eru kenndar; „ac- robatics“, sem eru nokkurskonar fimleikar, „jöggl“ og „object mani- pulation“, sem er að halda hvers kyns hlutum á lofti, og að síðustu eru það loftfimleikar. Þar að auki læra allir leiklist, dans og hreyfi- spuna. Á öðru ári þarf svo að velja sér sérhæfingu. „Sirkus er bland af svo mörgu,“ segir Eyrún. „Þetta er listform þar sem leiklist, nú- tímadans og spuni koma mikið við sögu og allt er mjög líkamlegt. Hið klassíska sirkusatriði er 5 til 7 mín- útur og innan þess ramma þarftu að geta tjáð sögu, mestmegnis án orða og helst komið fólki á óvart með einhverju mögnuðu,“ segir Ey- rún sem valdi sér loftfimleika sem sérhæfingu. „Ég er að sérhæfa mig í reipi og hef til dæmis verið að æfa í vetur að sveifla mér, snúa mér í hringi og sleppa svo og grípa aft- ur.“ Aðspurð um lofthræðslu seg- ist hún aldrei vera hrædd hafi hún tak á einhverju. „Ég fer nú ekkert mikið hærra en 8 metra.“ „Mín sérhæfing er það sem kall- ast „chinese pole“,“ segir Jóakim. „Það er 6 metra há súla sem er húð- uð með gúmmíi og á henni bý ég til atriði úr blöndu af fimleikum og loft- fimleikum. Þetta er svipað og súlu- dans nema aðeins „dýnamískara“ og „agressívara“.“ Sirkus Íslands færði Íslendingum sirkuslistina árið 2009 svo listform- Sirkus er bland af svo mörgu. Eyrún Ævarsdóttir og Jóakim Kvaran. Mynd/Hari 16 viðtal Helgin 26.-28. júní 2015 Framhald á næstu opnu

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.