Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Page 32

Fréttatíminn - 26.06.2015, Page 32
Aldraður um aldur fram É Ég á við örlitla aldurskomplexa að stríða. Reyndar talsvert mikla komplexa sem hafa ágerst eftir því sem árunum fjölgar. Það er þó ekki að ég vilji ekki halda áfram að lifa. Nei, langt því frá. Mig langar bara að vera ungur að eilífu. Fýsir bara ekkert í að verða gamalmenni. Veit líka að ég verð mjög sennilega leiðinlegt gamalmenni. Sí- fellt kvartandi og kveinandi yfir hitanum á svampabaðinu. Það má þó ekki misskil- jast, ég vil alls ekki verða unglingur aftur. Jafnvel ekki tuttugu og eitthvað lítið. Nei, svona um það bil þrjátíu og eins myndi henta fullkomlega, takk. Það voru í minn- ingunni nokkuð pródúktíf ár. Bæði á lík- ama og sál. Það reyndi svolítið á þessa komplexa í síðustu viku. Þá varð eiginkonan mín ást- kær nefnilega fertug. Á sjálfan kvennrétt- indadaginn 19. júní. Þessi tímamót hafa staðið fyrir dyrum um nokkurt skeið. Við kunnum ekki mikið í stærðfræði hjónin en við vitum að þrjátíu og níu plús einn er fjörutíu. Ég segi ekki að ég hafi beinlínis kviðið þessum tímamótum frúarinnar enda fátt sem kemur í veg fyrir að árin hrannist upp – sem þau, nota bene, virðast gera á ógnarhraða um þessar mundir. Ég tók því á mig rögg og óskaði mínum betri helmingi til hamingju með afmælið um það bil eina mínútu yfir miðnætti aðfaranótt afmælis- ins. Fann ekki fyrir stórum kosmískum breytingum á alheiminum né fyrir auka baugum spretta fram undan augunum á þessari mínútu frá því að við deildum tug, hjónin. Þannig er nefnilega þannig að ég er giftur eldri konu. Reyndar bara svo munar einu ári en þar sem afmælisdagurinn henn- ar er mánuði eða tveimur á undan mínum munar nú tveimur almanaksárum á okkur. Þessu hef ég núið henni um nasir í gegnum árin. Talað fjálglega um sjálfan mig sem strákaleikfang og þar eftir götunum. Þessu hefur hún tekið með stóískri ró enda þrosk- aðri en ég á allan hátt. Talar bara um hvað það sé gott að fá að eldast, yfir höfuð. Sem er satt. Ég veit það svona innst inni. Hef þó einhverra hluta vegna ekki enn mannað mig almennilega í nasanúninginn þetta árið. Hvort ég er hræddur um að sú fer- tuga taki það sérstaklega inn á sig eða ég sé að hlífa sjálfum mér fyrir því sem ég veit að kemur á næsta ári veit ég ekki. Þá verð ég, þótt ég sé einungis þrjátíu og átta ára núna, nefnilega fertugur líka. Þá lokast þetta kynslóðabil sem á milli okkar hjóna ríkir nú í önnur tíu ár. Það er nefnilega magnað hvað það gerir sálartetrinu á aldurskomplexuðum að fara yfir á næsta tug. Fyrstu þrír voru nú léttir og gáfu eitthvað í staðinn eins og frelsi til að hjóla út um allt sem tíu ára gutti eða kaupa áfengi löglega og svo ætlaðan þroska við þrítugt. En nú í fyrsta sinn sé ég ekki endilega ágóðann. Bara að brekkan er hætt að fara upp og útsýnið af toppnum er niður í allar áttir. Ég verð formlega miðaldra á næsta ári. Held þó aðeins í vonina að fjöru- tíu og eitthvað sé hið nýja þrjátíu og eitt- hvað. Það er þó ekki sennilegt hvað mig varðar. Er þriðji stirðasti maðurinn í mín- um aldursflokki með vöðvabólgnar axlir og svo mikla fettu í bakinu að þar væri hægt að smygla körfubolta væru þeir ólöglegir hérlendis. Vegna þessara hugsana minna og tíma- mótanna hef ég gert samning við sjálf- an mig. Ég ætla, eins og íþróttaálfurinn Magnús Scheving, að verða í betra formi þegar ég verð fertugur en þegar ég varð þrítugur. Ekki það að það verði sérstak- lega erfitt verkefni. Því ég var einmitt líka stífur, stirður og þver þá. Já og með góða bumbu líka. Hún, blessunin, stækkar og minnkar eins og fylgi Framsóknarflokks- ins fyrir og eftir kosningar. Það sem ég ætla að breyta núna er að nú ætla ég, eins og allir miðaldra karlmenn um þessar mundir, að byrja að hjóla fyrir alvöru. Ég hef alltaf átt hjól og jafnvel af og til verið duglegur að brúka það. Á meira að segja þrennar púðabuxur, skó, hjóla- tölvu og flesta aðra fylgihluti hjólreiða því til sönnunar. Ég hef þó einskorðað mína túra við tiltölulega stuttar skemmtibunur á fjallahjólinu mínu. En nú dugar slíkt ung- gæðingsport ekki lengur. Ég ætla mér á racerinn. Hjólatól hins miðaldra. En þar vandast nú heldur betur málið. Hef nefni- lega ekki tekið í mál að klæðast spandexi sem ysta lagi. Ég hef löngum, í mínum fjallahjólastuttbuxum, hlegið að slíkum miðaldra feitabollum í slíkum alklæðnaði. Aldrei skilið hvað þeir eru að spá þessir „gamlingjar“ – að láta sjá sig í slíkum út- búnaði utan svefnherbergisdyranna. En nú, þegar fertugasta aldursárið færist nær, skil ég þetta loksins. Það eru allir með ald- urskomplexa. Það vilja allir vera ungir að eilífu og spandexgallinn er einfaldlega ein útgáfan af því að halda aftur af Elli kerl- ingu. Ég hef því tekið þá ákvörðun að koma út úr skápnum. Ekki sem samkynhneigð- ur bangsi, eins og margir myndu halda, heldur ætla ég mér út úr spandexskápn- um. Held þó að ég láti burtu tvö, þrjú kíló- grömm af bumbufitunni áður en það ger- ist. En ég veit það núna að stundin nálgast þegar ég geng stoltur um í níðþröngum hjólagallanum. Það eina sem ég veit ekki enn er hvort ég ætla að lát’ann lafa til hægri eða til vinstri. Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 32 viðhorf Helgin 26.-28. júní 2015 DrainLine niðurfallsrennur Tilboð 66.900 Hitastýrð sturtu blöndunar- tæki með höfuð- og handúðara með nuddi.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.