Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 35
að segja listin varð atvinnuskap- andi og svo drekkfull af afleiddum störfum og uppsöfnuðum samlegð- aráhrifum að það mátti varla finna þar nokkra dulúð eða munúð leng- ur. Einstaklingarnar voru leikendur og samfélagið leikvöllur þeirra til að ná til sín sem mestu gæðum. Sem voru á markaði. Gæði sem ekki var hægt að markaðssetja töldust ekki með, og brátt varð allt að markaðs- vöru; líka hinir leikmennirnir og loks einstaklingurinn sjálfur. Og börnin þeirra. Farsæld var að ganga vel á markaði. Sem eitthvað. Ég ætla ekki að þreyta ykkur frekar á svona heimsósamatali en segja aðeins þetta: Maðurinn er hópdýr eins og hundarnir, aparnir og svínin. Sjálf hans er að mestu utan hans sjálfs, milli hans og ann- arra í hjörðinni eða hópnum. Eina leið mannsins til að vaxa og dafna er að lifa með hjörðinni. Ef hann skil- greinir markmið sín aðeins út frá einkahagsmunum sínum skreppur hann saman, verður mónótónískur, frekur og leiðinlegur. Það er auðvitað ekki hægt að mæla hversu stór hluti sjálfs okkar dreifist um hjörðina. Ég myndi segja svona 85 prósent. Heimsmynd síðustu ára- tuga hefur þar af leiðandi alið okkur upp sem 15 prósent menn. Svona um það bil. Vefnaður mannlífsins En þetta var semsé heimurinn sem gerði fjármálaverkfræðinga úr hin- um húmanísku bankamönnum. Ver- öldin var þegar orðin heimsk, svo það má ekki skamma bankamenn- ina of mikið fyrir að hafa kórónað heimskuna. Þeir voru að aðlaga sig að breyttri veröld. Og í veröld sem drifin er áfram af vilja einstakling- anna til að hámarka hagsmuni sína breytast bankamenn fljótt í grimm og gráðug rándýr. Það er óumflýan- legt. Ég ætla ekki að rekja þá sögu alla heldur aðeins að benda á einn þátt hennar; handabandið. Þar sem samfélag manna er ekki hugmynd eða kenning heldur raun- verulegt holdlegt fyrirbrigði byggð- ist það upp á því trausti sem getur byggst upp milli hverra tveggja ein- staklinga. Það er vefnaður mann- lífsins. Það vita þeir sem hafa lifað í mannheimum að það er ekki hægt að flýta þessu trausti, ekki hægt að reka á eftir því og ekki heimta það. Það verður að fá sinn tíma til að vaxa og dafna. Það tilheyrir lífríkinu. Frændsemisverslun Af þessum sökum hefur maðurinn alltaf átt í vandræðum með viðskipti við ókunnuga. Þótt Ítali og Frakki gerðu góð kaup einu sinni eða tvisv- ar þá spruttu ekki af þeim blómleg langvarandi viðskipti. Á endanum sveik annar hinn. Ítalinn þynnti út vínið eða Frakkinn borgaði of lítið, of seint. Það var af þessu ræktar- leysi trausts sem gyðingar efnuðust. Þeir voru dreifðir um alla Evrópu og gátu því stundað milliríkjaviðskipti við frændur sína þar sem traustið var djúpstætt og lét ekki freistast til að stinga af með stundarhagnað. Að sama skapi dreifðu Fönikíumenn sér um Norður-Afríku og reyndar langt suður eftir álfunni og þjóðarbrot Kínverja um Indókína og víðar um Suðaustur-Asíu. Sá Frakki sem vildi skipta við Ítala gerði það í gegnum gyðinga og sá Marokkóbúi sem vildi skipta við Ghanamann gerði það í gegnum Líbana. Saga okkar geymir dæmi af svona frændsemisverslun milli landa. Áhrifasvæði norrænna manna á miðöldum var fyrst og fremst slíkt verslunarkerfi; náði frá Grænlandi í vestri til Rússlands í austri og frá íshafinu í norðri til Miðjarðarhafs í suðri. Bjarnarskinn og náhvelshorn voru flutt milli frænda frá veiðistað að sölustað. Matsfyrirtæki selja sýndar- traust Þegar fjármálaverkfræðingarnir tóku yfir bankana vildu þeir byggja upp kerfi sem væri skilvirkara og traustara en hæggeng frændsemis- verslunin, sem var of forn og lítil til að bera öll þau viðskipti sem bank- arnir vildu koma á. Og fjármálaverk- fræðingarnir fundu svokölluð mats- fyrirtæki og gáfu þeim lykilstöðu í nýrri veröld alþjóðaviðskipta. Þau áttu að byggja upp traust á miklu skemmri tíma en það tæki að rækta slíkt millum tveggja einstaklinga. Eins og við vitum opnuðu matsfyr- irtækin leiðir fyrir hafsjó viðskipta. Þau gáfu öllum fyrirbrigðum ein- kunnir svo ókunnugir gætu átt við þau viðskipti byggð á aðkeyptu út- reiknuðu sýndartrausti. Allt gekk þetta glimrandi og allt fór þetta líka glimrandi á hausinn. Þegar á reyndi var ekkert að marka sýndartraustið að baki útreiknaðri áhættu í sam- skiptum félaga með takmarkaða ábyrgð. Í stuttu máli var þessi ver- öld byggð á sandi. Þegar fjármálaheimurinn hrundi var hann hins vegar endurbyggður aftur í óbreyttri mynd. Það eina sem fólki datt í hug til að koma í veg fyr- ir annað hrun var að efla eftirlitið og matsfyrirtækin; kerfið sem átti að koma í staðinn fyrir gamaldags traust. Það var eins og fólk hefði ekki hugmynd um hvað mætti annað koma í staðinn. Sama hrun en á öðrum stað Ástæða þess að ég segi ykkur þessa sögu hér er að hugsanlega hefðum við ratað út úr rústum fjármála- lífsins ef við viðurkennum hvernig matvælaframleiðslan-, -dreifingin, -salan og neyslan var leikin eftir að sama gamaldags traustkeðja var rofin þar fyrir nokkrum áratugum. Matarframleiðsla og –sala hafði byggt á raunverulegum langvarandi tengslum bænda og framleiðenda við birgja og kaupmenn, sem aftur hittu viðskiptavini sína daglega og vissu hvað þeim fanst gott og hvað börnin þeirra hétu. Eins og annað í mannfélaginu var þessi geiri ofinn úr trausti manna á millum. Þegar þessi keðja tók að rofna með súpemörkuð- unum á sjöunda og áttunda áratugn- um og matvælaframleiðsla, -dreifing og -sala fluttist úr mannheimum og aðlagaðist stóriðju, verksmiðjubú- skap og kaupmannslausum göngum stórmarkaða, liðu ekki nema nokkur ár þar til maturinn okkar var orðinn næsta óþekkjanlegur. Til varð kerfi sem fór illa með dýrin og náttúruna, illa með bændur og kassadömur og illa með heilsu neytenda. Ef við hefðum horfst í augu við þetta fyrr er aldrei að vita nema við hefðum kannski geta afstýrt því að fjármálaheimurinn færi sömu leið; yrði mannfjandsamlegt skrímsli sem færi illa með fólk. Að öllum líkindum var það sama sem á gekk í báðum til- fellum – og reyndar miklu fleiri líka. Að baki þessar kerfa er eitthvert húrrandi andlegt hrun. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is SPENNUBÓK SUMARSINS! „... langbesta glæpasaga höfundarins ...“ DAST MAGAZINE „Liza Marklund er ... feikigóður sögumaður.“ ALÞ / MORGUNBL AÐIÐ „... vel upp byggð glæpasaga … óvæntur endir …“ SG / MORGUNBL AÐIÐ www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39 matartíminn 35 Helgin 26.-28. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.