Fréttatíminn - 26.06.2015, Síða 37
Hagkvæm
bílafjármögnun
fyrir viðskiptavini
Með reiknivélinni á arionbanki.is getur
þú skoðað greiðslubyrði og hvaða
fjármögnunarkostir henta þér.
PEPSI MAX OG WOW AIR KYNNA
KINGS OF LEON
NÝJA LAUGARDALSHÖLLIN 13. ÁGÚST
#KOLICELAND WWW.SENA.IS/KOL
Cross opnaði síðar sama ár. Hund-
arnir sem keppa eru mjóhundar af
tegundinni Greyhound en þeir eru
ekki ræktaðir á Íslandi. Frá árinu
1958 hefur The Irish Greyhound
Board verið starfrækt. Spurningar
vöknuðu meðal okkar blaðamanna
um velferð þeirra hunda sem keppa,
við fengum að heyra að þeir keppa
að jafnaði aðeins í eitt til tvö ár en
verða síðan prýðisgóðir heimilis-
hundar. Starfsmaður verðhlaupa-
hringsins fræddi okkur til að
mynda um að hann ætti sjálfur tvo
Greyhounds sem hefðu áður verið
keppnishundar. Í gegnum tíðina
hefur verið algengt að bændur ali
keppnishunda til að drýgja tekjur
heimilisins.
Ungir og aldnir
Það voru engar ýkjur þegar Mark
sagði okkur að lítið væri um ein-
sleitan hóp Íra á hvers konar við-
burðum, og á hundaveðreiðunum
mátti sjá virðulegar eldri konur og
fyrrverandi forsætisráðherra Ír-
lands með þingflokksfélögum sín-
um. Ungir foreldrar með börnin sín
gæddu sér á frönskum kartöflum og
gosi á meðan heldra fólkið pantaði
sér fínni mat á veitingastaðnum,
mun fínni en ég hafði reiknað með
á veðhlaupastað.
Skemmst er frá því að segja að
eftir að hafa veðjað í tveimur hlaup-
um var ég komin upp á lagið með
þetta þó mér hafi í fyrstu fundist al-
gjörlega óskiljanlegt hvernig bera
ætti sig að. Þjónar áttu einfaldlega
ákveðið svæði og gengu á milli
borða þar sem þeir tóku á móti veð-
málum, og gáfu kvittun á móti. Eftir
hvert hlaup gengu þeir aftur á milli
til að athuga hvort fólk hefði unnið
og greiddu út vinninga. Við þurfum
því ekki einu sinni að standa upp til
að veðja.
Þrátt fyrir þau fínu söfn sem við
heimsóttum í ferðinni, dásamlega
gönguferð í sveitum Írlands, falleg-
asta herragarð Írlands sem raunar
heitir einfaldlega The Garden of
Ireland, tebollann sem við fengum
í smábænum Hollywood (þeim upp-
runalega), hádegisverðinn sem við
snæddum á uppáhaldsveitingastað
Bono úr U2 – að ógleymdri versl-
anamiðstöðinni Dum Drum – þá
voru það veðhlaupahundarnir sem
stóðu upp úr þessari ferð og ég er
mjög þakklát fyrir að skipuleggj-
endur hættu ekki við að hafa þá
í dagskránni, eins og þeir raunar
ætluðu, því þeir héldu að íslensku
blaðamennirnir myndu ekki hafa
neitt gaman af þeim.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is