Fréttatíminn - 26.06.2015, Qupperneq 41
Baunir af ýmsu tagi eru ríkar af trefjum og próteini og eru því góður valkostur að hlaupi
loknu. Baunir eru einn-
ig fyrsta flokks orku-
gjafi. Sem dæmi má
nefna linsubaunir, en
þær eru fullar af sterkju
og hafa því góð áhrif
á meltinguna. Linsu-
baunir eru einnig járn-
miklar. Hlauparar þurfa að innbyrða
margs konar steinefni, svo sem járn.
Þreyta, svimi og fölleiki eru merki
um járnskort og þá er gott að grípa
í járnríka fæðu, líkt og linsubaunir.
Avocado er orkumikill ávöxtur
sem inniheldur
yfir 20 næringar-
efni og vítamín.
Avocado er einnig
ríkt af kopar, sinki
og andoxunarefn-
um sem draga úr
bólgum og er því
tilvalin fæða eftir
hlaup. Ágætt er þó
að hafa í huga að avocado er einn-
ig fituríkt og því gott að neyta þess
í hófi.
Egg eru frábær próteingjafi. Egg
innihalda amínósýrur
sem hjálpa til við upp-
töku próteins og upp-
byggingu vöðva. Egg
eru frábær leið til
að hefja daginn, þau
halda blóðsykrinum í jafnvægi og
geta þannig minnkað nartþörf sem
getur gert vart við sig yfir daginn.
Egg er auk þess ódýr kostur og
hægt að matreiða á ótal vegu.
Sætar kartöflur eru
stútfullar af andoxun-
arefninu beta-karótín
sem hjálpar líkaman-
um að vinna úr A-vít-
amíni. Sætar kartöflur
henta vel í máltíðir fyr-
ir hlaup. Einn bolli af
stöppuðum sætum kartöflum inni-
heldur um það bil 55 grömm af kol-
vetnum sem er næg orka í klukku-
tíma langt hlaup.
Bláber virðast alltaf komast á
lista yfir allt sem er hollt og gott
og ekki af ástæðulausu. Í rannsókn
sem gerð var við Cornell háskóla
árið 2008 kemur fram að enginn
ávöxtur inniheldur jafn mikið af
andoxunarefnum eins og bláber,
miðað við einn skammt. Bláber
innihalda einnig steinefni sem eru
nauðsynlegur hluti af ferlinu sem
breytir kolvetnum, próteini og fitu
í orku. Bláber geta því átt þátt í því
að bæta árangur í hlaupum.
Grænkál er sannkölluð ofur-
fæða. Einn skammtur af grænkáli
inniheldur 700% af ráðlögðum dag-
skammti af K-vítamíni og
200% af ráðlögðum dag-
skammti af C-vítamíni.
Grænkál inniheldur einn-
ig A- og B-vítamín og get-
ur dregið úr bólgum sem
kemur sér vel eftir lengri hlaup.
heilsutíminn 41Helgin 26.-28. júní 2015
REIKNISTOFA BANKANNA | Höfðatorg | Katrínartúni 2 | 105 Reykjavík | Sími: 569 8877 | www.rb.is
100%
ÁSTRÍÐA
Taktu frá 29. ágúst 2015
Skráðu þig í eitt flottasta götuhjólamót landsins, RB Classic
VEGLEG PENINGAVERÐLAUN FYRIR FYRSTU FIMM SÆTIN Í A FLOKKI KARLA OG KVENNA
A flokkur – 2 hringir: 127 km
B flokkur – 1 hringur: 65 km
VEGLEG ÚTDRÁTTARVERÐLAUN - MEÐAL ANNARS KEPPNISHJÓL FRÁ
Ræst er við ION hótel á Nesjavöllum og hjólað umhverfis Þingvallavatn í frábæru umhverfi
Nánari upplýsingar og skráning www.rbclassic.is
Ofurfæða fyrir hlaupara
Til að ná árangri í hlaupum er mikilvægt að hafa mataræðið í
lagi. Því lengri sem hlaupin verða, því mikilvægara er að huga að
máltíðum fyrir og eftir hlaup svo að líkaminn bregðist sem best
við. Hér má sjá dæmi um nokkrar fæðutegundir sem hlauparar
ættu að bæta á matseðilinn og má matreiða með ýmsum hætti.