Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Side 7

Fréttatíminn - 03.07.2015, Side 7
 Heilbrigðismál TvöfalT lengri biðlisTi en fyrir fimm árum Þrjú hundruð bíða eftir hjúkrunarrými Tvöfalt fleiri bíða nú eftir plássi á hjúkrunarheimili en fyrir fimm árum, alls ríflega 300 manns. Aldri hafa fleiri legið á Landspítala í bið eftir hjúkrunarrými, 83 sjúklingar. Landlæknir segir að efla þurfi heilsugæslu og heimaþjónustu því hættulegt sé fyrir fólk að dveljast langdvölum í akútum- hverfi því sem spítali er. T vöfalt f leiri bíða nú eftir plássi á hjúkrunarheimili en fyrir fimm árum, alls ríf- lega 300 manns, samkvæmt nýjum tölum frá Landlæknisembættinu. Um 65% þeirra sem bíða eru 80 ára og eldri. Árið 2010 biðu 155 manns eftir plássi á hjúkrunarrýmum en hefur fjöldinn aukist ár frá ári. Að- eins eru taldir þeir sem enn hafa ekki fengið varanlega dvöl á hjúkr- unarheimili. Aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á Landspítalanum í bið eftir hjúkr- unarúrræði. Að sögn Dagbjartar Þyríar Þorvarðardóttur innlagnar- stjóra bíða nú 83 sjúklingar á spít- alanum eftir hjúkrunarrými, nær tvöfalt fleiri en í fyrra. „Þetta hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans enda samsvarar þessi fjöldi tveim- ur stórum legu- deildum og virð- ist engin lausn í sjónmáli,“ bendir hún á. Af þeim sem liggja á akút- deildum eru flestir á skurðsviði og lyf- lækningasviði. Birgir Jakobsson landlæknir segir biðl- istana skapa hættu á að gamalt fól k í lend - ist á sjúkra- húsum þar sem það hafi ekki heilsu til að hugsa u m s i g sjálft heima og heima- hjúkrun sé ekki í stakk búin til að taka v ið þv í . „ Það er slæmt fyr- ir fólk og beinlínis hættulegt að dvelj- „Við höfum lagt áherslu á það í okkar ráðleggingum um stefnumótun á heilbrigðissviði að heimahjúkrun og heilsu- gæslan verði efld enda teljum við slíkt vænlegra til árangurs en að fjölga legurýmum á hjúkrunarrýmum sem þessum fjölda nemur þótt nauðsynlegt sé eflaust að fjölga þeim frá því sem nú er,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir. Ljósmynd/Hari Dropi Náttúrulegt kaldunnið þorskalýsi Dropi er nýtt íslenskt þorskalýsi, ríkt af omega-3 fitusýrum og 100% náttúrulegum A og D vítamínum. Fyrsta flokks íslensk náttúruafurð. Tónleikar 7.júlí kl.19.30 Keltnesk fiðlutónlist með Jamie Laval Aðgangseyrir 2.500 - midi.is Icelandic music heritage með Júlíana Indriðadóttir & Halldóra Eyjólfsdóttir, mezzo sopran 6., 8. og 10.júlí kl.11:00 Aðgangseyrir 2.000 - midi.is Veitingahúsið opið sjö daga vikunnar: 8 - 17 virka daga / 11 - 17 um helgar 6 fréttir Helgin 3.-5. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.