Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 14
B Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa unnið að því ljóst og leynt um alllanga hríð að losna við Reykjavíkurflugvöll. Þegar er byrjað að þrengja að honum með byggingarfram- kvæmdum. Vilji Reykjavíkurborg koma flug- vellinum burt er erfitt að standa gegn því, hvað sem líður hugmyndum á þingi um að taka skipulagsvaldið af borginni í þessum efnum. Borgaryfirvöld vilja nýta það land- svæði sem fer undir flugvöllinn í annað og hafa fært fyrir því rök, þótt einhugur ríki ekki um málið í borgarstjórninni. Svæðið er vissulega dýrmætt, svo nærri miðborginni. Ýmsir eru ósam- mála þessum fyrirætlunum, einkum þeir sem á lands- byggðinni búa og eiga erindi með flugi til höfuðborgarinn- ar, auk þeirra sem líta til hags- muna þeirra sem treysta verða á sjúkraflug til Reykjavíkur og skjótan akstur frá flugvelli á sjúkrahús. Þá eru skoðanir borgarbúa og íbúa á höfuðborgarsvæðinu vitaskuld skiptar í afstöðu til staðsetningar vallarins. Svokölluð Rögnunefnd, sem í sátu Ragna Árnadóttir formaður, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Matthías Sveinbjörnsson og Dagur B. Eggertsson, skilaði í liðinni viku áliti sínu um framtíðarflugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem sjónir beind- ust að fjórum nýjum flugvallarsvæðum, auk breyttrar legu flugbrauta í Vatnsmýri, Bessastaðanesi, Hólmsheiði, Hvassahrauni og Lönguskerjum. Niðurstaða hópsins var að Hvassahraun, sem er á mörkum sveitar- félaganna Hafnarfjarðar og Voga, kæmi best út þegar horft væri til möguleika flugvallar- stæða til að taka við flugumferð eða starf- semi umfram það sem nú er í Vatnsmýri, auk þess sem Hvassahraun kæmi vel út í saman- burði við aðra flugvallarkosti þegar litið væri til þátta eins og veðurfars, rýmis og hindr- ana, kostnaðar og umhverfismála. Vandinn við annars ágætt starf Rögnu- nefndarinnar er hins vegar sá að hún lagði ekki mat á þann kost sem augljósastur er, verði Reykjavíkurflugvöllur lagður af, að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar þar sem er stærsti og langbest búni flugvöllur landsins. Að ætla sér að fara þann milliveg í þessum langvarandi flugvallarvandræða- gangi að koma upp nýjum flugvelli í landi Voga á Vatnsleysuströnd er langsóttur kostur. Flug- völlur á því svæði er kominn svo nærri Kefla- víkurflugvelli að hreint óráð virðist vera að ætla sér í tugmilljarðaframkvæmdir þar en Rögnunefndin áætlar að stofnkostnaður flug- vallar og bygginga sem tækju við allri starf- semi Reykjavíkurflugvallar næmi um 22 millj- örðum króna. Reynsla af stórframkvæmdum hér á landi segir okkur auk þess að kostnaður fer yfirleitt talsvert fram úr áætlunum. Fari flugvöllurinn úr Vatnsmýrinni innan einhvers gefins árafjölda, eins og allar líkur eru á, er einboðið að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkurflugvallar. Því fylgja ókostir, um það þarf ekki að deila. Það er hagur þeirra sem heimsækja Reykjavík af landsbyggð- inni að geta lent í miðri borg í stað þess að þurfa að ferðast til eða frá Keflavíkurflug- velli. Sama gildir um sjúkraflugið. Það liggur hins vegar fyrir að með bættum vegasam- göngum hafa styttri flugleiðir, sem áður voru í notkun, verið lagðar af. Með betra vegakerfi og aukinni vegaþjónustu styttist enn sá tími sem fer í akstur á langleiðum. Ef menn ætla á annað borð að leggja Reykjavíkurflugvöll af virðist því vera skynsamlegri kostur að setja aukið fé í bættar vegasamgöngur en grafa fyrir nýjum flugvelli, nánast við hliðina á Keflavíkurflugvelli. Þetta á við um hring- veginn, ekki síst leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar, en sérstaka áherslu verður að leggja á leiðina á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Hluti þeirrar leiðar hefur verið tvöfaldaður en það verk verður að klára að fullu svo örugg og óhindruð hrað- braut sé alla leið frá flugvellinum til Reykja- víkurborgar. Slík braut myndi stytta þann tíma verulega sem tæki að fara á milli – og auðvelda og stytta tíma bíla í neyðarakstri, meðal annars vegna sjúkraflugs. Uppi hafa verið hugmyndir um lestarsamgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur en hvort þær eru raunhæfar með tilliti til kostnaðar og annars skal ósagt látið. Raunhæfir flugvallarkostir vegna innanlandsflugs eru tveir Vatnsmýri eða Keflavíkurflugvöllur Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 Sími: 5 700 900 - prooptik.is ÚTSALA HJÁ PROOPTIK 20-50% AFSLÁTTUR AF GLERAUGNAUMGJÖRÐUM FULL VERSLUN AF: www.frittverdmat.is Ég vil vinna fyrir þig Hannes Steindórsson Löggiltur fasteignasali 699 5008 hannes@fastlind.is Heyrðu í mér og leyfðu mér að segja þér frá minni þjónustu. 12 viðhorf Helgin 3.-5. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.