Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Síða 29

Fréttatíminn - 03.07.2015, Síða 29
Seiðkarl sem styrkir íslenskt systralag Shaman Durek er seiðkarl sem er kominn hingað til lands til að hjálpa Íslendingum til betra lífs, konum að styrkja systralagið og kenna þeim að fylla á tankinn sinn þannig að þær séu ekki alltaf úrvinda vegna þess að aðrir í lífi þeirra eru í meiri forgangi en þær. S haman Durek er seiðkarl (e. Shaman) sem er staddur hér á landi með það fyrir augum að hjálpa Íslendingum í átt að betra lífi. Hann kom hingað fyrst í febrúar og átti þá meðal annars fund með Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, sem hafði heyrt af honum úr nokkrum áttum, en Shaman Du- rek hefur getið sér nafn í heima- landi sínu og víðar fyrir að hjálpa fólki. Hann er af margbrotnu þjóð- erni, alinn upp í Bandaríkjum en móðir hans er hálf norsk og hálf austur-indversk, pabbi hans er ætt- aður frá Afríku og Haítí. Amma hans var seiðkona í Bandaríkjunum sem fékk vitranir löngu fyrir fæð- ingu Dureks sem sögðu henni að hann yrði seiðkarl. „Ég byrjaði ekki þjálfun mína fyrr en ég var orðinn 12 ára,“ seg- ir Durek. „Pabbi og mamma vildu að ég næði nægilegum þroska til að gera mér grein fyrir því hvað ákvörðunin um að gerast seiðkarl myndi hafa í för með sér,“ segir Du- rek. Hann segist alltaf hafa verið sérstakt barn. „Ég fékk vitranir og sá sýnir allt frá frumbernsku og var skrýtni strákurinn í skólan- um,“ segir hann. „Ég hef helgað líf mitt fólki og þróun okkar tegundar. Ég hef viðað að mér þekkingu frá mörgum ólíkum menningarheim- um, trúarbrögðum og heimspeki og hlotið þjálfun í heildrænum lækningum hjá mögnuðum lækn- um,“ segir Durek. Þeir sem þekkja til seiðkarla tengja þá ósjálfrátt við frumskóga og náttúru. Shaman Durek segir að þannig séu flestir seiðkarlar í sínu náttúrulega umhverfi. „Mér finnst hins vegar stóra áskorunin felast í því að fara inn í borgir í ýmsum löndum víða um heim og hjálpa fólki þar. Jafnvel fólki sem hefur efasemdir. Það er stórkostlegt að sýna þeim hvað getur gerst,“ segir hann. Hjálpar konum að styrkja systralagið Aðaláhersla hans um þessar mund- ir er að hjálpa konum að styrkja systralagið. „Það hefur verið frábær reynsla að koma hingað til Íslands. Hér er mikið verk fyrir höndum. Mig langar að styrkja bönd sem eru milli kvenna og gera þeim ljóst hversu mikilvægt það er fyrir þær að efla systralagið og styrkja að ný þau tengsl sem eru milli kvenna,“ segir hann. Durek ætlar jafnframt að færa fólki hér verkfæri til þess að öðlast betri líðan, ekki síst til að vinna gegn þunglyndi sem eykst verulega í því mikla skammdegi sem hér ríkir á veturna. „Ég legg mikla áherslu á að konur fylli á tankinn sinn – mér sýnist að það sé stórt vandamál hér hve marg- ar konur huga ekki að því. Ég get ekki lýst því hvað ég sé margar kon- ur á götu úti algjörlega úrvinda. Þær setja upp gervibros og gerviútlit en þegar ég sest niður með þeim sé ég Við kynnum nýja þjónustuþætti Útfarar- og lögfræðiþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar með virðingu að leiðarljósi Minn hinsti vilji · Erfðaskrár · Kaupmálar Dánarbússkipti · Reiknivélar · Minningarsíður Vesturhlíð 2 · Fossvogi · Sími 551 1266 · utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Kynnið ykkur nýja heimasíðu www.utfor.is 26 viðtal Helgin 3.-5. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.