Fréttatíminn - 03.07.2015, Page 38
34 heimili & hönnun Helgin 3.-5. júlí 2015
ÚTSALA
Kringlunni
S: 553-0500
40%
AFSLÁTTUR AF
Völdum vörum frá
kringlunni
GEYMSLUBOX
Verð nú 2.790,-
50%
30-50 %
afsláttur af völdum vörum!
20%
Pantone
Íslenskir stafir og
fígúrur á veggina
Heiðdís Helgadóttir, arkitektanemi og teiknari, sló í gegn fyrir
nokkrum árum með ugluteikningum sínum. Heiðdís er búsett í
Hafnarfirði og hefur nú komið sér upp afar fallegu og skemmtilegu
stúdíói á Strandgötunni sem hún kallar einfaldlega Stúdío Snilld.
Nýjustu teikningar Heiðdísar eru stafir og stafafígúrur sem hún
vann í samstarfi við Linneu Ahle sem rekur verslunina petit.is.
É g var stödd í afmæli fyrir rúmlega ári þar sem ég og Linnea Ahle vorum að ræða
um teikningar af ýmsu tagi sem hafa
verið vinsælar á veggjum skandinav-
ískra heimila. Henni fannst vanta
eitthvað íslenskt í flóruna og úr varð
þetta samstarf okkar,“ segir Heið-
dís Helgadóttir. Hún gaf sér góðan
tíma í að þróa fallega stafi og í ferlinu
urðu einnig til skemmtilega stafafíg-
úrur sem kallast Petit People. „Það
tók mig alveg 4-5 mánuði að finna
út hvernig ég vildi teikna stafina.
Ég var svo upptekin af því að hafa
þetta flókið því teikningarnar mínar
einkennast almennt af miklum smá-
atriðum.“
Afraksturinn er íslenska stafrófið
í sérstakri laufskrift sem Heiðdís
hannaði. „Ég er svona sirka hálfnuð
með stafrófið núna. Ákveðnir stafir
eru mjög vinsælir og svo eru sumir
stafir flóknari en aðrir, eins og til
dæmis æ-ið,“ segir Heiðdís, og hlær.
Hún er stödd í London um þessar
mundir á námskeiði í teikningu og
teiknar stafina samhliða því. Plak-
ötin eru fáanleg í Stúdíó Snilld á
Strandgötu í Hafnarfirði og í versl-
un Petit í Grímsbæ. Bæði stúdíóið
og verslunin eru afar fallega innrétt-
aðar svo það er vel þess virði að gera
sér ferð í Fossvoginn eða Hafnar-
fjörð og berja fegurðina augum.
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
Teikningar Heiðdísar Helgadóttur hafa notið mikilla vinsælda upp á síðkastið og er hún sífellt að bæta nýrri hönnun í safnið.
Mynd/Thelma Gunnarsdóttir.
Samhliða laufastöfunum urðu til
skemmtilegar stafafígúrur sem nefnast
Petit People.