Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 42
Skundum á Þingvöll Reynir Ingibjartsson er mikill útivistarmaður og hefur komið að mörgum verkefnum sem snúa að því að útbúa leiðarlýsingar og kort um áhugaverða staði og landsvæði. Bókin 25 gönguleiðir á Þingvallasvæðinu er sjötta og síðasta bókin í göngubókaflokki um gönguleiðir á Suðvesturlandi og Vesturlandi. Í þessari nýju bók er að finna gönguleiðir í Þingvallaþjóðgarði, umhverfis Þing- vallavatn og við fornar og nýjar leiðir til Þingvalla. Þ essi bók er ákveðinn enda-punktur. Í þessum sex bók-um er búið að fara um allt Vesturland og Suðvesturland. Þetta eru orðnar 150 gönguleiðir og þegar ég fór að taka þetta allt saman þá rann upp fyrir mér að ég hef gengið það sem nemur ríflega hringinn í kringum Ísland á þessum fimm árum frá því að fyrsta bókin kom út,“ segir Reynir Ingibjartsson, en hann hafði það fyrir reglu að ganga hverja leið að minnsta kosti tvisvar sinnum. Flestar gönguleiðirnar eru hringleiðir og er meðalgönguleið um 3-6 kílómetrar. Göngurnar eru því við hæfi flestra og tæpast er um neinar fjallgöngur að ræða. Sögulegt landsvæði Reynir segir að það sé við hæfi að enda á þessum slóðum því til forna lágu allar leiðir til Þingvalla. „Það er náttúrulega hvergi á Íslandi að finna meiri sögu en á Þingvöllum og þar í grennd.“ Hann segir að vel sé hægt að upplifa söguna í gegn- um gönguleiðirnar. „Þetta er sögu- ferð jafnt sem gönguferð en svo má ekki gleyma því að náttúran á Þing- völlum og svæðinu þar í kring er stórbrotin og sérstök. Þar samein- ast jarðfræði, náttúra, menning og saga á einum stað.“ Gönguleiðirnar sem finna má í bókinni eru á umfangsmiklu svæði, allt frá Gljúfrasteini til Nesjavallar- vegarins. Aðspurður hvort ein- hver gönguleið standi upp úr segir Reynir að erfitt sé að nefna eina. „Flestir láta sér nægja að fara hin- ar hefðbundu leiðir um Þingvelli og nágrenni og því tók ég saman gönguleiðir sem er ætlað að leiða göngufólk um minna þekktar slóðir, til dæmi umhverfis Þingvallavatn og leiðanna sem liggja að Þingvöll- um, gömlum sem nýjum.“ Gönguleiðir sem örva ímynd- unaraflið „Í bókinni er að finna gönguleiðir fyrir alla fjölskylduna og ekki síst börnin því á þessum leiðum er að finna fjölda staða sem örva ímynd- unaraflið, segir Reyni.“ Hann segir jafnframt að bókin sé tilvalin fyrir hinn venjulega Íslending sem vill taka eitt skref út fyrir það sem allir þekkja. „Við eigum öll Þingvelli og svæðið þar í kring. Lengi vel gátum við gengið niður Almannagjá og á fleiri þekkta staði og verið ein með sjálfum okkur. Nú eru hins vegar breyttir tímar og allur heimurinn getur notið þessa svæðis. En þá er tækifæri fyrir okkur Íslendingana að átta okkur á að Þingvellir eru meira en bara Almannagjá. Bren- nugjá, Höggstokkseyri og Gálga- klettar eru til dæmis staðir sem göngufólk ætti að kynna sér betur.“ Hverjum gönguhring fylgir kort með fjölda örnefna sem geyma sögu svæðisins. Einnig fylgir leiðarlýs- ing og ljósmyndir sem gefa glögga mynd af því sem fyrir augu ber. Hátt í 1000 örnefni eru tilgreind í bókinni og segir Reynir það vera al- gjöran heim út af fyrir sig. „Hvert einasta örnefni á sér ríka sögu og það er gaman að spá í þeim. Þannig er þetta land okkar, það er varla til hóll, lækur eða vatn hér á landi sem hefur ekki örnefni,“ segir Reynir, sem útilokar því ekki bókaútgáfu tengda örnefnum í nánustu framtíð. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Reynir Ingibjartsson ásamt Sigurði Kristjánssyni, leiðsögumanni hjá Ferðafélagi Íslands. Saman gengu þeir um mest allt Þing- vallasvæðið síðastliðið sumar. Afraksturinn má finna í nýjustu gönguleiðabók Reynis: 25 gönguleiðir á Þingvallasvæðinu sem Nýhöfn gefur út. Ljósmynd/Kristján Pétur Guðnason. Gönguleið 5: Meyjarsæti og Hofmanna- flöt Vegalengd: Frá hliði á Hofmannaflöt og um Meyjarsæti, um 1,9 km. Gönguleið: Grasflatir, slóði, óstikaðar skriður. Upphafs- og endastaður: Við girðingar- hlið á Hofmannaflöt hjá Uxahryggjarvegi nr. 550. Lýsing: Þegar komið er að Hofmanna- flöt að sunnan eða norðan liggur gamli slóðinn út af Uxahryggjaveginum og yfir vesturenda flatarinnar. Þar er fyrir girðing og ágætt að leggja þaðan í göngu og muna að loka hliðinu. www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Helgin 3.-5. júlí 2015 Ómissandi í útileguna Sjampó og hárnæring sem hreinsar hárið á mildan hátt, nærir og lagfærir. Argan olía gefur hárinu vítamín og Keravis prótein byggir upp styrk og þrótt. Fæst m.a. í verslunum Hagkaupa, Fjarðarkaupum, Lyfju og Krónunni Lindum Þurrsjampóið hreinsar hárið án þess að það þurfi vatn. Einstök formúla sem endurlífgar líflaust hár og fjarlægir umframolíu í feitu hári. 38 útivist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.