Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 64
 TónlisT 27. sumarTónleikaröð lisTasafns sigurjóns ólafssonar Hildigunnur og Gerrit opna sumartónleikaröð Tuttugasta og sjöunda sumartón- leikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafs- son hefst í safninu á Laugarnesi á þriðjudagskvöldið næsta, 7. júlí. Á tónleikunum syngur Hildi- gunnur Einarsdóttir messósópran við undirleik Gerrit Schuil píanó- leikara. Efnisskráin fjallar um hafið og má þar heyra ljóðaflokkinn Sea Pictures eftir Edward Elgar og tón- verk eftir Joseph Haydn, Johannes Brahms, Gabriel Fauré og Hector Berlioz. Tónleikarnir hefjast klukk- an 20.30 og standa í um það bil eina klukkustund. Hildigunnur Einarsdóttir lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 2010. Hún er mjög virk í kórastarfi, syngur með Barböru- kórnum og hefur einnig komið fram með Schola Cantorum og kór Íslensku óperunnar. Hildigunnur kemur reglulega fram sem ein- söngvari með kórum og hljóð- færaleikurum og stundar auk þess nám í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverð- launanna sem söngkona ársins 2014 fyrir flutning sinn á lögum Karls Ottós Runólfssonar, ásamt kamm- erhópnum Kúbus. Á sumartónleikaröðinni verða alls sex tónleikar í júlí og fram í ágúst og er yfirlit tónleikaraðar- innar að finna á vefsíðum safnsins, lso.is. Hildigunnur Einarsdóttir og Gerrit Schuil koma fram í Listasafni Sigurjóns á þriðjudagskvöld. Veðrið er ekki bara gott eða vont.  Bækur sjáðu mig sumar! er Bók fyrir yngsTu lesendurna Fagnar íslenska sumrinu Bókin Sjáðu mig sumar! fjallar um íslenska sumarið þar sem sólin skín allan sólarhringinn, far- fuglarnir koma til landsins og stundum rignir svo vikum skiptir. Bergrún Íris Sævarsdóttir er höfundur bókarinnar en hún sendi í fyrra frá sér hina vinsælu bók Vinur minn, vindurinn sem var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. m ig langaði mikið að gera bók sem fagnar íslenska sumrinu – farfuglunum, flugunum og sólinni sem skín alla nóttina,“ segir Bergrún Íris Sævars- dóttir sem var að senda frá sér bók- ina „Sjáðu mig sumar!“ Hún seg- ist ekki hafa séð mikið af bókum sem fjalla um hið einstaka sumar okkar Íslendinga . „Við fáum jafn- vel marga kalda daga og rigningu heilu vikurnar og þurfum að láta okkur lynda við það, en síðan er líka fjöldinn allur af einstökum kostum við sumarið á Íslandi,“ segir hún. Sjáðu mig sumar! er sjálfstætt framhald af fyrstu bók Bergrúnar – Vinur minn, vindurinn – sem kom út í fyrra og hlaut tilnefningu bæði til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs. „Ég skal viðurkenna að ég var svolítið stressuð þegar ég sett- ist niður og byrjaði að skrifa þessa því hinni bókinni var svo vel tekið, en ég held að mér hafi líka tekist ágætlega upp í þetta skiptið,“ segir Bergrún sem bæði skrifar textann og teiknar þær líflegu myndir sem einkenna bækurnar. Hugmyndin að fyrri bókinni kom þegar eldri son- ur Bergrúnar, sem nú er 5 ára, var heldur ósáttur við vindinn sem alltaf var úti og var hann sérlegur ráðgjafi þegar kom að seinni bókinni sem er þegar í miklu uppáhaldi á heimilinu, bæði hjá eldri syninum og þeim yngri sem er aðeins fimm mánaða gamall. Bergrúnu er ýmislegt til lista lagt, hún teiknar barnabækurnar um Freyju og Fróða sem Forlag- ið gefur út og tók þátt í forkeppni Eurovision í fyrra þegar hún samdi texta við lagið „Eftir eitt lag“ sem Ásta Björg Björgvinsdóttir samdi og Gréta Mjöll Samúelsdóttir flutti. Þegar útgáfuteiti bókarinnar Sjáðu mig sumar var haldið í Pennanum/ Eymundsson á dögunum flutti Ásta Björg nýsamið sumarlag sem var innblásið af bókinni og textinn í lag- inu að stórum hluta úr bókinni. „Mig langar að gera smá myndband við lagið og vonandi verður það tilbúið sem fyrst. Þetta verður þá veisla fyr- ir öll skynfæri,“ segir Bergrún. Hún bendir á að það sé ekki al- gengt að gefa út bók um mitt sum- ar og það eigi eftir að koma í ljós hvernig það gengur. „Ég er mikil talskona þess að bækur eigi ekki að fara í sumarfrí. Mér finnst þetta ein- mitt svo góður tími til að lesa sér til skemmtunar þegar krakkar eru í fríi frá skólanum,“ segir hún en „Vinur minn vindurinn“ var reyndar lesin nokkuð í neðstu bekkjum grunn- skóla í vetur þar sem hún opnar á ýmsar skemmtilegar samræður um veðrið og eykur á orðaforða barnanna. „Veðrið er ekki bara gott eða vont. Það er svo miklu meira.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Bergrún Íris bæði skrifar og teiknar allar litríku myndirnar í veðurbókunum. Í sumarbókinni er til að mynda fjallað um farfuglana sem tilheyra sumrinu á Íslandi. Aftast í bókinni er að finna eins konar kort þar sem hin ýmsu náttúrufyrir- brigði sumarsins eru talin upp, svo sem sólarglenna, hitaskúr og morgundögg. Sjáðu mig sumar! er sjálfstætt framhald af bókinni Vinur minn, vindurinn sem naut mikilla vinsælda. Bergrún Íris byrjaði upphaflega að skrifa um veðrið til að höfða til eldri sonar síns sem nú er 5 ára. Mynd/TeiturSími: 5 700 900 - prooptik.is 40% AFSLÁTTUR AF AIR OPTIX AQUA MÁNAÐARLINSUM Það tekur á að fela sig – við erum tilbúin að hlusta Ókeypis Trúnaður Alltaf opinn 1717 .isHJÁLPARSÍMI OG NETSPJALL RAUÐA KROSSINS Perspi Guard Bakteríusápa og svitastoppari Dreifing: Ýmus ehf Fæst í apótekum Til meðhöndlunar á vandamálum vegna ofsvitnunar www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur 58 menning Helgin 3.-5. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.