Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 5

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 5
(1927) og á Frakklandi og Eng- landi (1928). Björn Jakobsson var aðalkenn- ari félagsins í fimleikum frá 1911 til 1931 og stjórnaði flokkunum í utanferðunum. Frjálsíþróttamenn Í.R. voru nokkrir góðir á fyrstu árum þess, t. d. Jón Halldórsson, er keppti á Ólympíuleikunum 1912, og Jón Kaldal á Ólympíuleikunum 1920, og Helgi Eiríksson, er keppti m. a. í Kaupmannahöfn 1927. Á kreppuárunum dofnaði vitan- lega yfir starfseminni og það er fyrst árið 1942, sem aftur fer að færast virkilegt líf í hana, er frjáls- íþróttamennirnir fara að vinna hvert afrekið á fætur öðru og er óþarfi að rekja þá frægðarsögu, sem flestum er kunn. Nöfnin Ósk- ar Jónsson, Kjartan Jóhannsson, Jóel Sigurðsson, Finnbjörn Þor- valdsson, Örn og Haukur Clausen, svo nokkur nöfn séu nefnd, urðu þekkt um alla Evrópu og sumir um allan heim og munu geymast í sögu vorri um langan aldur. Starfsemi Í.R. stendur nú í mikl- um blóma og er hugur á að ná aft- ur upp fimleikunum, sem lágu niðri um tíma. Fara æfingar fram í húsi félagsins við Túngötu, sem þa'ð eignaðist 1929. Kolviðarhóll er miðstöð skíðaiðkana félagsmanna og hefur það átt marga af fremstu skíðamönnum landsins. Enn frem- ur er iðkað sund, badminton og körfuknattleikur, en mestur ljómi stafar af frjálsíþróttamönnum Í.R., sem æfa af kappi og vænzt er mik- ils af.“ Eins og aðrir, sem að íþrótta- iðkunum vinna, kvartar Gunnár yfir féleysi, sem hann segir að hái töluvert starfseminni, en Í.R. hef- ur hug á að koma sér upp íþrótta- svæði og ýmsar aðrar framkvæmd- ir eru fyrirhugaðar, en stranda á fjárskortinum. Gunnar er sonur Steindórs Björnssonar frá Gröf, sem um fjölda mörg ár kenndi fimleika í Í.R. og má því segja, að hann sé fæddur í Í.R. Hann stundaði tölu- vert íþróttir sem unglingur, en eft- ir það tók hann þátt' í sjálfri félags- starfseminni, var t. d. formaður íþróttaráðs Reykjavíkur um skeið, hefur gefið út og verið ritstjóri íþróttablaðs og nú síðast formaður Í.R. K. Getraunirnar í jólaheftinu. Fjöldi lesenda tók þátt í get- raunum nóv.-des.-blaðsins. Margir sendu rétta lausn við myndagát- unni, en úr henni átti að lesa: Fær ísland sinn fyrsta Ólýmpíumeist- ara árið 1952? Var dregið úr rétt- um ráðningum: 1. verðlaun hlaut Tryggvi Pétursson, Urðarstíg 14, Reykjavík, fyrstu tvo árg. ritsins og ókeypis áskrift að 3. árgangi. 2. verðl. fær Þorsteinn Kristjáns- son, Löndum, Stöðvarfirði, ókeypis áskrift að 3. árg. Ekki tóku jafnmargir þátt í knattspyrnugetrauninni, þó all- margir sendu. Þar hlaut Brúnó M. Hjaltested, Bergþórugötu 57, Rvík, verðlaunin, sem er ókeypis áskrift að 3. árg. ritsins. IÞRÓTTIR 41

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.