Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 7

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 7
ROBERT RICHARDS »♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ hinn 25 ára gamli ameríski preslur, ver'Sur án eja einn af mest umtöl- uSu keppendunum á Helsinki-leikunum í sumar. Hann hefur sem sé möguleika á aS vinna tvenn gullver'ölaun, í stangarstökki og tugþraut. lioh, eins og hann er kallaSur, er sem stendur besti stangarstökkvari heimsins og hefur komizt nœst heimsmeti \Varmerdams (4.77 m.), eSa 4.69 m. — TugþrautarmaSur er hann enn fremur í fremstu röS og náSi 71154 stigum í fyrrasumar, en þaS var í anndS sinn, sem hann keppti í þeirri íþráttagrein. Hann hefur sett sér þaS mark aS ná 8400 stigum með „guðs hjálp“, en heldur því jafnframt fram, að það muni ekki nœgja til þess aS sigra nafna hans, Robert Mathias, sem hann tel- ur geta ndS 8600 stigum! — Richards var sœmdur James Sullivan- styttunni sem viðurkenning um að hann hefði verið kjörinn fremsli íþróltamaöur Bandaríkjanna 1951. geta komizt langt í þeirri grein. Afrek Gunnars Péturssonar í 18 km. er sérstaklega gott, þegar tek- ið er tillit til þess, að hann keppir í fyrsta skipti erlendis. Sama er að segja um Ebenezer Þórarinsson, sem þó varð fyrir smávegis óhappi, og er það trú min, að hann hefði annars orðið Gunnari fremri. Síðar kom það á daginn, hve mikið býr í honum, því að í „Vasaloppet" varð hann 64. af yfir 360 keppend- um, en vegalengdin, sem gengin var, er tæpir 90 km. í 50 km. göngu ,,Holmenkollen-mótsins“ varð hann hvorki meira né minna en 27. af um 90 keppendum. Þennan góða árangur má að miklu leyti þakka hinum norska skíðakennara, J. Tenmann, sem hér dvaldi tvívegis um nokkum tíma og þá ekki sízt reglusemi og IÞRÖTTIR áhuga þeirra sjálfra við æfingar. Það verður að gefa þessum piltum tækifæri til þess að keppa oftar erlendis, ef þess er nokkur kostur. Hvað svigmennina snertir, þá er vissulega Ásgeir Eyjólfsson þeirra fremstur, en geta þeirra er þó á líku stigi. Árangur þeirra á þess- um leikum er stórt stökk frá því 1948 í Sviss og lofar góðu. Það, sem auðvitað stendur okkar svigmönnum mest fyrir þrifum, er aðstaðan við æfingar. Hérlendis eru engar dráttarbrautir, sem bæði hvíla þá sem æfa og flýta fyrir þeim. Snjór er hér allur annar og tími til æfinga naumur eða venju- lega aðeins um helgar. Það er þess vegna varla hægt að búast við því, að svigmenn okkar nái í fremstu röð fyrr en einhver breyting verð- ur á þessu.“ IÞRÓTTIR 43

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.