Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 14

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 14
Heimsmeistarar í skák Vni: Michael Moisiayovitch Botvinnik. 1948— Þegar Alexander Alekhine lézt skyndilega 24. marz 1946, rofnaði hin samfellda röð heimsmeistara í skák, röð, sem náði tæplega öld aftur í tímann. Við það skapaðist sérstætt ástand, sem alþjóðaskák- sambandið varð að leysa úr. Jafnframt gafst sambandinu tækifæri til að taka heimsmeist- aratitilinn og baráttuna um hann í sínar hendur og móta fyrirkomu- lagið, sem fram til þessa hafði ver- ið heldur leiðinlegt og iðulega mis- notað. Menn voru ekki á eitt sáttir, hvemig bezt væri að ráða fram úr vandanum, sumir vildu gefa Euwe lega á framfarabraut, Guttormur hins vegar líkur. Daníel Halldórs- son og Hörður Pálsson eru dreng- ir og sérlega efnilegir þrístökkv- arar báðir tveir. Sama er að segja um Helga Daníelsson. Hjálmar Torfason er nú miklum mun lak- ari en 1950. Kristján Pétursson, sem er kunnari sem kringlukastari, er nýr maður í þessari grein. Nú læt ég þessum hugleiðingum mínum lokið að sinni. í næsta hefti mun ég svo ljúka að ræða um af- rekaskrána. 50 kost á titlinum sem síðasta heims- meistaranum, sem enn var á lífi. Aðrir að Botvinnik yrði gefinn kostur á titlinum sem síðasta áskoranda á hinn látna heims- meistara. F.I.D.E. fann mjög prýðilega lausn, sem allir gátu vel við unað. Það valdi til einvígis-móts um tit- ilinn 6 sterkustu skákmeistara heimsins, Bandaríkjamennina Reu- ben Fine og Samuel Reshevsky, Hollendinginn Max Euwe, heims- meistara 1935—7, og Rússana Michael Botvinnik, Paul Keres og Vassily Smyslov. Á síðustu stundu tilkynnti Fine, að hann gæti ekki tekið þátt í mótinu, og var þá ákveðið 25 umferða mót. eða að hnir 5 tefldu fimmfalt mót, 10 fyrstu umferðirnar í Hollandi og 15 síðustu í Moskva. Verðlaun voru ákveðin 5000 dollarar (og tit- illinn) til 1. manns, 2. verðlaun 3000 dollarar, 3. verðl. 2000 doll- arar, 4. verðl. 1500 dollarar og 5. verðl. 1000 dollarar. Skákstjóri var júgóslavneski stórmeistarinn dr. Vidmar. Leikar fóru þannig, að Botvinnik bar sigur úr býtum, hlaut 14 vinninga, Smyslov 11, Keres og Reshevsky 10x/2 °g Euwe 4 vinninga. Yfirburðir Botvinniks voru svo ótvíræðir, að útséð var um enda- IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.