Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 16

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 16
það var í Hastings 1934—5, er hann varð 5., á eftir Sir George Thomas, Euwe, Flohr og Capa- blanca, en í stórmótinu í Moskvu nokkrum vikum síðar náði hann sér aftur, er hann tók 1. sæti á- samt Flohr, á undan heimsmeist- urunum fyrrverandi, Lasker og Capablanca. Það sannaði, að hinn 24 ára gamli meistari Rússlands var í flokki 5—6 beztu skáksnill- inga heimsins. Árið eftir var haldið annað stór- mót í Moskvu, tvöfalt mót með þátttöku 5 erlendra meistara og 5 sterkustu heimamanna. Þetta mót vann Capablanca með 13 vinn., en Botvinnik hlaut 12 v., 2y2 v. á undan 3. manni, sem var Flohr. Sama ár staðfesti hann enn betur í stórmótinu í Nottingham stöðu sína í fremstu röð, með því að taka 1.—2. sæti með Capablanca, á und- an heimsmeistaranum Euwe og Alekhine, Lasker, Fine og Reshev- sky. Tvéimur árum síðar var honum boðið til hins sterka stórmeistara- móts, sem Avro-viðtækjaverk- smiðjumar í Hollandi héldu með þátttöku 8 sterkustu meistaranna. Botvinnik byrjaði með því að tapa fyrir Reuben Fine, en vann síðan Alekhine, Capablanca og Reshev- sky, en tapaði síðan í 11. umf. fyr- ir Euwe og varð að láta sér nægja 3. sæti á eftir Fine og Keres. í reyndinni var hér um nokkurs konar úrtökumót að ræða, því að almennt var það skoðun manna, að hér yrði skorið úr um, hver rétt- bærastur væri til að skora á heims- meistarann, en þar eð hvorki Fine eða Keres gerðu sig líklega til þess, var Alekhine sent orð um mögu- leika á einvígi milli þeirra, en styrjöldin kom í veg fyrir alla frek- ari samninga um einvígi. Fyrsti ósigur hans í rússneska meistaramótinu var 1940, er hann varð 5.—6. á eftir 2 unglingum, Smyslov og Bondarevsky, sem varð efstur ásamt Lillienthal. En í stað þess að koma á einvígi milli þeirra tveggja, var gripið til þess mjög svo furðulega ráðs, að sex efstu menn mótsins tefldu um tit- ilinn í 4-földu móti, sennilega sterkasta meistaramót, sem haldið hefur verið í nokkru landi. Botvin- nik sigraði í þessu móti og telur það glæsilegasta skáksigur sinn. Hann hlaut l31/2 v., en Keres varð annar með 11 v. Eftir að Rússar drógust inn í styrjöldina, hvarf Botvinnik að mestu af sjónarsviðinu og mun hafa starfað í úrölsku iðnaðarborg- inni Perm til styrjaldarloka. Hann tók þó þátt í þremur mótum, og það helzta var meistaramótið 1944, hið fyrsta síðan 1941. Helzti keppi- nautur hans var Smyslov, en Bot- vinnik sigraði hann í harðri skák, sem fræg hefur orðið, og varð 2 vinningum fyrir ofan hann. Árið eftir var mótið jafnvel enn sterk- ara, en Botvinnik var í góðri æf- ingu, tapaði engri skák og varð 3 vinningum á undan næsta manni. Vorið 1946 sendi Botvinnik Al- ekhine áskorun um heimsmeistara- titilinn og jafnframt samdist svo um með þeim, að brezka skáksam- 52 1ÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.