Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 28
íþróttafélag stúdenta 25 ára,
Nýlega varð íþróttafélag stúd-
enta 25 ára og minntist félagið af-
mælisins með íþróttakeppnum og
mótum.
Laugard. 31. janúar 1928 var fé-
lagið stofnað, lög þess samþykkt
og stjórn kosin, en fyrstu stjóm
félagsins skipuðu: Þorgrímur Sig-
urðsson formaður, Sigurjón Sig-
urðsson ritari og Ragnar Ólafsson
gjaldkeri. Stofnendur voru 24 alls,
þar af ýmsir kunnir menn.
Félagið hefur lagt stund á ýms-
ar íþróttagreinir, m. a. fimleika,
glímu, knattspymu, handknatt-
leik, hnefaleika, sund, frjálsar
íþróttir, skíðaíþrótt og körfuknatt-
leik. Stúdentar hafa staðið sig með
miklum ágætum í flestum þessara
íþróttagreina og verður ekki farið
nánar út í þá sálma hér. Ein af
fyrstu sýningum, sem stúdentar
tóku þátt í, var glímusýning á
íþróttamóti stúdenta frá Norður-
Þýzkalandi og Norðurlöndum. Fór
mót þetta fram í Kiel. Tóku þátt í
för þessari níu stúdentar og heppn-
aðist förin ágætlega, en fararstjóri
var Guðm. Karl Pétursson stud.
med.
Almennt hefur íþróttalíf stúd-
enta ekki staðið með þeim blóma,
sem æskilegt hefði verið. Skortur
á húsnæði til hvers konar íþrótta-
iðkana frá upphafi til 1949, hefur
verið erfiður þrándur í götu fyrir
vöxt og viðgang félagsins. Félagið
hefur starfað óslitið frá stofnun
til 1942, en á tímabilinu 1943—45,
að báðum árum meðtöldum, reynd-
ist ókleift að halda uppi reglulegu
félagsstarfi
Árið 1950 hefst nýtt tímabil í
sögu félagsins með hæfniskeppni
deilda, nýju íþróttahúsi og hisp-
urslausri framkvæmd íþrótta-
skyldunnar. Og í öðru lagi dugnað-
ur þáverandi formanns Í.S., Braga
Friðrikssonar, sem einnig kom í
framkvæmd gamalli hugsjón um
íþróttabandalag framhaldsskóla í
Reykjavík.
Þessum sundurlausu þönkum um
íþróttalíf stúdenta er bezt að ljúka
með niðurlagsorðum greinar, er
rektor Háskólans ritaði um íþrótta-
skylduna og íþróttahúsið í Stúd-
entablaðið:
„Ég lít nokkur ár fram í tímann.
Ég sé unga, vaska stúdenta, er
taka þátt í skrúðgöngu annarra
íþróttafélaga á hátíðisdögum þjóð-
arinnar, í einkennisbúningum sín-
um. Ég sé unga stúdenta að leikj-
um í íþróttahúsinu, og sé þá ganga
keikrétta og samstillta undir stjórn
kennarans. Ég heyri svamlið í
sundlauginni. Hlátrasköll glymja
og gleði ríkir í þessu húsi. Ég sé
þá ganga djarfari og vonglaðari
til sinnar andlegu vinnu. — Ég sé
stúdenta framtíðarinnar."
64
ÍÞRÓTTIR