Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 17

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 17
bandið skyldi fengið til að sjá um einvígið. Daginn, sem það ákvað þetta, lézt Alekhine úr hjartaslagi, og óvænt vandamál var nú risið: Hvernig áað velja heimsmeistar- ann? Hvernig á að velja heimsmeistar- í fyrsta alþjóðlega stórmótinu eft- ir styrjöldina, en það var haldið í Groningen í Hollandi. Eftir harða og tvísýna baráttu við Dr. Euwe um fyrsta sætið, lyktaði mótinu með sigri Botvinniks, sem hlaut 14 y2 vinning, y2 v. meir en Euwe. Annan stórsigur vann hann í al- slavneska stórmótinu, sem haldið var í Moskvu 1947, til minningar um rússneska stórmeistarann Tchigorin. Hann hlaut 11 vinn., Ragozin 10 y2 og Boleslavsky og Smyslov 10 vinninga. Nokkrum mánuðum síðar hófst svo heimsmeistaramótið, sem áður er sagt frá. Baráttan um heims- meistaratitilinn var nú komin und- ir beina yfirumsjón FIDE, sem kom á stighækkandi mótum, sem skera eiga úr um áskorandann, en það var ávalt mikið deilumál og oft á tíðum mjög misnotað, því að heimsmeistarinn réði sjálfur við hvern hann tefldi, og kaus þá oft- ast þá, sem bezt gátu borgað og helzt, ef þeir voru ekki sérlega hættulegir. Nú eru stigin 4: Mót, sem bund- in eru við sérstök svæði (t. d. er Evrópu skipt í 3 svæði); þá mót, þar sem efstu mönnum svæðamót- anna er boðin þátttaka. Þriðja stig- ið er mótið, sem sker úr um áskor- andann, en í því taka þátt 5 eða 6 tilteknir stórmeistarar, sem kom- ast í mótið á keppni, og tiltekinn f jöldi efstu manna úr 2. stigs-mót- niu. Síðasta stigið er svo sjálft einvígið. Nú um þessar mundir stendur yfir 2. keppnin um áskorunarrétt- inn eftir þessu fyrirkomulagi, en í fyrsta sinn, sem þetta fyrirkomu- lag var viðhaft, gaf það mjög góða raun, að undanteknum leiðindum, sem sköpuðust af ríkjandi ástandi í heimsmálunum. Þá komst Rúss- inn David Bronstein í gegnum öll stigin, bar sigur úr býtum á rúss- neska meistaramótinu, millisvæða- mótinu í Saltsjöbaden (Inter- zonal-) og áskorandamótinu í Búdapest með öðrum, og varð að heyja einvígi við hann um réttinn, og sigraði þá. Hann hafði því unnið til einvígis við Botvinnik og fór það fram í Moskvu í marz—maí 1951. Eftir harða og jafna baráttu lyktaði því með jafntefli, 12:12. Botvinnik heldur því enn titlinum, sem hann er ekki neyddur til að verja fyrr en 1954. Síðasta mótið, sem hann hefur tekið þátt í, var meistaramótið rússneska, sem haldið var í vetur, og varð hann þá í annað sinn að lúta í lægra haldi í því móti, síðan hann sigraði fyrst 1931. Hann varð 5., 2 vinningum á eftir Keres, sem varð Rússlandsmeistari, en x/2 v. fyrir ofan áskoranda sinn, Bron- stein. Hverjar eru nú ástæðumar fyr- ir yfirburðum Botvinniks og í Frh. á bls. 66. IÞRÖTTIR 53

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.