Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 21

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 21
urtók sig. Við grófum aðra gryfju. Hún lenti undir vegi, sem lagður var um þorpið. Við grófum tvær gyrfjur í viðbót; sú fyrri fór á sömu leið og hinar fyrri, en sú síð- ari var langlífust og var hún not- uð upp frá því. Þetta eru aðeins nokkur atriði af öllum þeim, sem við drengirnir í Haukadal gerðum í sambandi við æfingar okkar. Nokkrum árum síð- ar kom íþróttakennari í byggðar- lagið. Fengum við hann til þess að segja okkur til eða hann bauð okk- ur það. Uppihald hans kostuðum við sjálfir. Fyrir tilstilli þessa íþróttakennara var stofnað ung- mennafélag Haukadals og ná- grennis. Fór þá að koma skriður á íþróttamálin. Fengum við kenn- ara annað slagið upp frá því. At- vinnu minni var þannig háttað, að eg gat aðeins stundað íþróttir á vorin og haustin, þar sem eg var hinn hluta ársins til sjós. Varð eg því oft að fara lítt eða ekkert æfð- ur á mótin, sem árlega eru haldin að Núpi. Aðeins eitt sumar hef ég getað æft og kom þá í ljós, hversu æfingin skapar meistarann. Það sumar keppti ég á ísafirði á Drengjamóti Vestfjarða. Vann ég fimm greinar. Seinna um sumarið keppti ég svo aftur á Meistaramóti Vestfjarða, varð ég þá Vestf jarða- meistari í hástökki og þrístökki, en annar í kúluvarpi og kringlu- kasti. Bezti árangur, sem ég hef náð, eru þessir: 100 m. hlaup 11.5, langst. 6.03, þríst. 12.89, hást. 1.65, kringluk. 42.31, kúluvarp 13.16. í öðrum íþróttagreinum hef ég ald- rei keppt, en eigi að síður hef ég æft þær. Ætla ég til gamans að setja hér nokkra árangra, sem ég. hef náð utan móts: 400 m. hl. 56.4, 1500 m. 4:58.3, spjótk. 40.80, stöng 2.60. Margt af þessu er sett við slæmar aðstæður, en aftur sumt, sem eg hefði ekki náð á móti. Einnig er sumt orðið tveggja til þriggja ára gamalt eða eldra. Af þessu má sjá, að margt hefur ver- ið reynt, þó að árangurinn sé ekki eftir því. Það eru nú bráðum lið- in tvö ár síðan ég hef keppt í þess- um greinum, eða ekki síðan vorið 1950. í fyrra varð ég fyrir því óláni að snúa mig úr liði um oln- bogann á hægri hendi; varð það til þess að ég keppti ekkert á síð- asta ári, enda fór ég líka á sjóinn á miðju sumri, eftir að mér var batnað, og var þar fram á haust. Mestu ástfóstri hef ég tekið við kúluna. Frá því ég var sextán ára hef ég kastað einum metra lengra með hverju ári, sem leið. í fyrra- vor, snemma, var ég því búinn að kasta 14.70 metra. En það var á æfingu og við ólöglegar ástæður. Auk frjálsíþrótta hef ég stund- að knattspyrnu, handknattleik og leikfimi. Ég læt nú þessu rabbi um sjálf- an mig lokið, en eg ætla aðeins að láta nokkur orð f jalla um íþróttir almennt. Iþróttir hafa sætt mikilli gagn- rýni af ýmum mönnum. Þeir segja, að íþróttir séu aðeins stundaðar til þess að setja met og verða fræg- ur. En hvaða mannlegt eðli er ekki gætt þeim eiginleika að vilja sjá 1ÞRÓTTIR 57

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.