Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 34

Allt um íþróttir - 01.03.1952, Blaðsíða 34
raun, en eins og lesendur ef til vill minnast, þá var það langsamlega lélegasta lið 2. deildar framan af leiktímabilinu, með aðeins 6 stig í fyrstu leikjunum. Newcastle hefur í vetur gert nokkrar breytingar á liði sínu, bæði vegna meiðsla og leikmanna- skipta. Strax í haust seldi félagið annan bezta innherjann, Taylor, er skapaði tækifærin, sem færðu fé- laginu sigur í síðasta úrslitaleik. Fór hann til félagsins, sem hann hjálpaði til að sigra þá, Blackpool, fyrir 27.000 sterlingspund. í stað hans keypti félagið hægri útherja frá 3. deildar-liði fyrir 10.00 stpd. Heitir hann Foulkes, og hefur síð- an verið fastur leikmaður i lands- liði Wales sem hægri útherji. En fljótlega kom fram, að hann var öllu liðtækari í stöðu hægri inn- herja, og fellur hann svo vel inn i línuna, að framlínan þykir hættu- legri í ár en í fyrra, svo og liðið í heild. í vörnina hafa komið 3 nýir leikmenn, markvörðurinn Simpson, sem varið hefur með af- brigðum vel í vetur, en hann var markvörður brezka liðsins, sem tók þátt í Ólympíuleikuunm í London 1948. í stöðu vinstri bakvarðar hefur komið McMichael, einn af beztu bakvörðum í Englandi nú, en vinstri bakvörður írska lands- liðsins (Ulster). Einnig hefur ver- ið skipt um vinstri framherja, kom þar inn Ted Robledo frá Chile, en fyrir framan hann í framlínunni leikur bróðir hans, George, annar hættulegasti maður liðsins, þegar mark andstæðinganna er í nánd. Er það mál kunnugra í Englandi, að liðið sé nú öllu sterkara en í fyrra, og víst er, að hvort sem and- stæðingurinn verður Arsenal eða Chelsea, þá verður úrslitaleikurinn án efa skemmtilegur og tilþrifa- mikill, því að Newcastle hefur orð fyrir að geta sýnt bezta leik, sem sést í Englandi um þessar mundir, þegar mikið er í húfi (en einnig þann lélegasta, þegar lítið liggur við). Staðan í 1. deild er nú þessi: Manch.Utd. 35 19 9 7 73-46 47 Arsenal 35 19 9 7 71-47 47 Tottenham 37 19 7 11 67-48 45 Portsmouth 36 18 810 62-50 44 Bolton 36 15 10 11 56-55 40 Preston 37 14 11 12 66-50 39 Newcastle 34 15 8 11 84-59 38 Aston Villa 35 15 8 12 63-59 38 Charlton 36 15 8 13 61-59 38 Liverpool 36 10 18 8 51-48 38 Wolves 36 12 13 11 68-58 37 Blackpool 35 15 713 54-53 37 Manch. City 36 12 13 11 53-49 37 Burnley 36 13 9 14 50-49 35 Sunderland 36 12 9 15 55-55 33 Derby C. 35 13 6 16 56-68 32 Chelsea 34 13 5 16 43-54 31 W.B.A. 34 8 12 14 57-69 28 Stoke City 36 10 7 19 39-72 27 Middlesbro 34 10 618 48-78 26 Fulham 35 6 10 19 49-66 22 Huddersf. 36 7 7 22 41-72 21 í 2. deild er baráttan harðari, bæði efst og neðst. Svo til viku- lega skiptir þar um forustu, en nú er staðan efst og neðst þannig: Sh. Wedn. 36 17 9 10 88-60 43 Birmingh. 36 17 9 10 55-44 43 Nottingh. 36 16 1010 66-56 42 70 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.