Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 4
“Maðurinn á glugganum.”
þÆfintýri)
Eftir /. Magnús Bjarnason.
Einu sinni var lítill drengur meÖ himinblá augu
og glóbjart hár og spékoppa í báðum kinnum. MóÖir
hans kvað viS hann fagrar vögguvísur um dalablóm,
svanasöng og sóleyjar-hlí'Ö; hún söng líka um skip,
sem höföu silfur-segl dregin við hún og sigldu í glaða-
tunglsljósi yfir sælygnuna. En móðirin dó áður en
drengurinn hennar komst á legg. — Þá tók amma
hans viS honum og söng við hann IjóÖ um breiðvængj-
aða engla, sem halda vörö um saklaus, lítil börn, bæÖi
þegar þau sofa og eins þegar þau vaka. Svo dó amman
áÖur en drengurinn varð tveggja vetra. — Nú tóku
tvær barnfóstrur við honum, (var önnur með hann um
daga, en hin um nætur), og sungu við hann um sólrík
kynjalönd, dýrar krystalls-hallir, og kostulega gim-
steina.
Og svo var það eitt kvöld í ljósaskiftunum, að
mikinn grát með sárum ekka setti a<5 drengnum; og
enginn vissi af hvaða völdum hann grét. Þá tók fað-
ir hans hann á kné sér og raulaði við hann aftur og
aftur vísuna um “manninn á glugganum,” Drengurinn
hætti nú alt í einu að gráta; hann leit til gluggans, sá
þar hræmulegt andlit, og grúfði sig síðan undir vanga
föður síns — leit aftur til gluggans, sá aftur hið
hræmulega andlit, og grúfði sig aftur undir vanga föð-
ur síns.