Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 6
138
S A G A
“Mig skortir áræÖi til þess,” sagÖi hinn ungi, þrek-
legi maÖur; “mér finst eg vera enn þá óþroskaður og
fákunnandi.”
“Við skulum fylgja þér á konungsfund,” sögðu
vinir hans.
Og þeit' lögðu á stað með hann, hvort sem honum
var það ljúft eða leitt, og léttu ekki ferðum fyr en
þeir komu til konungshallarinnar. En um leið og
hinn ungi rnaður ætlaði að ganga þar inn, sá hann
“manninn á glugganum” standa á bak við dyravöröinn;
greip hann þá svo mikill geigur, að hann hætti með
öllu við að fara inn í höllina.
“Af hverju viltu ekki fara inn í höllina?” spurðu
vinir hans.
“Af því að eg er hræddur,” svaraSi hann.
“Ertu hræddur við konunginn?” spurðu þeir.
“Nei, en eg óttast hirðmennina,” sagði hann.
“Komdu,” sögðu vinir hans, “við göngum allir með
þér á konungsfund.”
“Vegir okkar skilja,” sagði hann hnugginn.
“Og hvert ætlarðu að fara?”
“Þangað sem dauðinn á heima.”
Hann kvaddi vini sína viö dyrnar á konungs-höll-
inni og fór sina leið. Og þeir sáu hann aldrei framar.
Hann fór ofan að sjónum. Þar lá skip fyrir landi.
“Flytjið mig út í eyjuna, þar sem dauðinn á
heima,” sagði hann við skipverjana.
Og þeir fluttu hann út í eyju, sem var langt úti í
hafi. Þar bjuggu líkþráir menn og engir aðrir. Og
hann tók strax til verka og hjúkraði þeim, sem enga