Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 8
Sigurinn stærsti.
Veifað hátt er víffa bröndum,
vaða saman fylkingar,
bylt sem vœri af hiddum höndum
hundrað fjöldum saman þar.
Aðgang þann, með ágnum megnum
ímyndun ei grípur nein.
Heyrist skotagnýinn gegnum,
gjall og óp og kvalavein.
Gnötrar loft og haf og hauður
heljar œðis storrni níst,
þykkur, elds af roða rauður
reykur upp til skýja brýzt.
Tætt er sundur alt, sem auga
ofanjarðar litið fær.
Mold og grjót og hiis í hauga
hleður stríðsins djöfull ær.
Fram er brunað, hvergi hrokkið
hættu skelfing nokkri frá,
Læðst og skriðið, stikað, stokkið
stanslaust, settu marki að ná.
Höggið, stungið, skorið, skotið,
skemdum troðinn hver, sem laut.
Rifið, slitið, barið, brotið
bein og hold í hrærigraut.
Mitt í þessu dauða díki,
drengur fallinn, sœrður lá.
Hallaðist að liðnu líki,
lagaði dreyrinn benjum frá,