Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 11
V erndargripurinn.
Við sátum fjórir í kring um eikarboröiS á dúnmjúk-
um stólunum meö ölglösin fyrir framan okkur og veittum
hver öðrum á víxl.
Önnur hringferðin var að byrja, sem þýddi að glösin
höfðu verið fylt í fimta skiftið. En þau voru lítil, svo
lesandinn þarf ekkert að óttast. Og ölið var sérlega gott,
handan frá Evrópu, og við drukkum hægt eins og sannir
hófsemdarmenn. Úti var brennandi hiti, en inni svalur
drykkurinn og rafveifan, sem kældi okkur.
Þeir, sem í stofunni sátu, voru Friðbjörn Hallgríms-
son og Rútur Lambason frá srnábæ einum í Manitoba, en
Hörður Njálsson og eg, sem heiti Sigurður og er Sig-
urðsson, áttum heinia í Winnipeg.
Eg og Hör'ður vorum garnjir kunningjar Rúts, en
höfðum að eins séð Friðbjörn bregða fyrir á ferðalagi í
borginni.
Samtalið barst fyrst að vættum og verndarenglum.
Svo leiddist það að trúnni á helga menn og helga dóma,
og seinast fórum við að rabba um alskonar töfra- og
verndargripi.
“Verndargripirnir týna tölunni eftir því sem trúin á
_þá dvínar. Hjátrúin og þekkingarleysið sköpuðu þá,
héldu gildi þeirra við lýði og gerðu öll kraftaverkin,”
mælti Friðbjörn Hallgrímsson.
“Ó, ekki er eg nú svo viss um það að öllu leyti,” svar-
aði Hörður Njálsson. “Verndargripirnir virðast geta
komið okkur að liði enn þann dag í dag, þegar okkur
grunar sízt.”
“Hefir þú nokkurn tima orðið sjálfur fyrir svoleiðis?”
spurði eg, því eg þekti Hörð að því að geta sagt greini-