Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 12
144
S AGA
lega frá. Og ekkert er eins skemtilegt, þegar maíSur er
viö skál, eiris og aö mega hlusta sem í draumi á skemti-
legar frásagnir.
“Ó-nei. Ekki er nú svo vel. En eg þekti einu sinni
stúlku, sem dálítið skrítið kom fyrir, svona lagaö.”
“Ja, ef þaö er saga, þá blessaöur korndu meö hana
upp á garrtlan kunningsskap. Það yrði ekki sú fyrsta,
sem þú hefir skemt okkur með um dagana,” mælti Rútur,
hallaði sér að Herði og klappaði honum á öxlina.
“Eg held það sé nú meira garnan að við skröfum bara
saman eins og við höfurn gert. Þetta er nú eiginlega
ekki saga, heldur bara svona iítið atvik. En það sannar
samt mitt mál í tilliti til þess, sem við vorum að1 tala um.”
“í hamingju bænum segðu okkur það þá, og eg skal
kasta vantrú minni út í yztu myrkur,” mælti Friðbjörn
fjörlega og kinkaði kolli til Harðar. Hann sat beint á
móti honum við borðið.
“Samþykt í einu hljóði!” kallaði eg upp og hringdi í
þjóninn að fylla glösin og færa okkur góða vindla.
Við þurftum ekki að dextra H'erði lengur. Hann hóf
upp frásögn sína:
Það skeði um vortíma, fáum árum eftir aldamótin.
nítján hundruð, að há og grönn íslenzk stúlka var á
gangi heimleiðis af dansleik, sem Norðurlandabúar héldu
á einni danshöllinni, í miðri Winnipegborg.
Danssalsdyrnar stóðu öllu-m þjóðum veraldarinnar
opnar. Karlmenn borguðu ofurlítinn inngangseyri, en
kvenfólkið ekkert. Þar var því alt af nóg af fegra kyn-
inu, þótt fjöldinn af piltunum kæmu þangað slyppir.
Dansmeyjar þær, sem engan höfðu dansmanninn,
mæltu sér einhvers staðar mót, og komu þangað tvær og
þrjár -og fjórar í hóp. Bn sjaldnast urðu hópar þeirra