Saga: missirisrit - 01.12.1927, Síða 16
148
S AGA
bjástrið og bagsið, sem sjaldnast linti, þótt fátæktin
minkaði og ástin yrði að fornmenjagrip.
Hún kærði sig því ekki um að skifta á stöðu strax,
heldur njóta frelsisins ofurlitið lengur, og var því ó-
lofuð og frjáls eins og fuglinn, þar sem hún gekk um
nóttina frá dansinum, leidd af Mr. Fred Hall, sem engin
stúlka á dansinum virtist þekkja neitt, en allar sýndust
vilja ganga með eins og meyjarnar í Borgarfirði með
Ingólfi Þorsteinssyni.
Þær, sem voru góðar í ensku máli, höfðu sagst heyra
útlendingshreim, þegar hann talaði það mál. En þær
bættu því við að enskan í munni hans yrði bara miklu
fallegri fyrir það. Hann gat gert sig skiljanlegan á
sænsk-dönsku bfendingi. Og þar sem Día gat fleytt sér
dálítið í þeim málum, þá notuðu þau það í stað ensk-
unnar. Enginn vissi hverrar þjóðar hann var, en ófeimn-
um pilti, sem spurði hann að því, 'svaraði hann, að hann
væri alheimisborgari, sem ætti enga sérstakta ættjörð né
móðurmál, þótt enskan væri sér tömust og Ameríka kær-
ust.
Þetta hafði verið fyrsta laugardagskvöldið sem hann
hafði komið á dansinn. Hann kynti sig sjálfur og var
ekki ltengi að því. Og á þessu eina kvöldi hafði hann
lagt fleiri kvennhugi undir vald sitt, en nokkur þeirra
sem dansana hafði istöðugt sótt, viku eftir viku. Hann
var karlmannlegur á vöxt, en þó spengilegur. Fölur var
hann í andliti með hrafnsvart hár og dökkjörp augu, sem
geymdu í sér þau undra leiftur, sem gátu ylað og lífgað
og brent og dnepið, eftir því hvernig eigandinn beitti
þeim.
Fred hafði sýnt Díu óvanalega mikla eftirtekt og
dansað við hana meira en nokkra af hinum stúlkunum.
Og hún var í sjöunda himni. Hún vissi að hún var öf-