Saga: missirisrit - 01.12.1927, Síða 18
150
S AG A
valdi þessa töfrandi manns, og óskir hans voru hennar
óskir. Þaö var engu líkara en hugsanir hans yröu aö
hennar hugsunum—rétt eins og hún væri hjól, sem sner-
ist fyrir aflgjafa hans.
Vornóttin var yndislega björt og hlý, og léttur sunn-
anblærinn flutti angandi ilman aö vitum þeirra, frá ný-
græöingnum. sem var aö hyrja að spretta, Día fann með
sjálfri sér, aö ef fylgdarmaður hennar bæði hana að
ganga með sér um göturnar, alla nóttina, þá gerði hún
það. Og ef hann bæði hana að isitja hjá sér á einhverri
gangstéttinni alla nóttina, þá myndi hún gera það líka.
hhi Fred hafði hvorugt í huga.
Þegar þau komu upp á pallinn fyrir frarnan smáhýsi
það, senr hún leigði í, bað hann hana um lykilinn að úti-
dyrahurðinni, svo hann gæti opnað fyrir hana. Hún
hlýddi, og um leið og hann lauk upp ,hurðinni, gekk hann
orðalaust inn í forstofuna, með Díu við lilið sér, eins og
þetta væri sjálfsögð kurteisi. Herbergið, sem hún leigði,
sneri fram að götunni, og hurðin fyrir því, sem ekki var
læst, en hallað aftur, var ekki nema örfá fet frá útihurð-
inni. Día hafði sagt Fred, að þetta væri herbergið sitt,
og bent honum á framgluggann, þegar þau gengu heim að
húsinu, og það virtist sem hann væri kunnur herbergja-
skipun þessara smáhýsa, sem flest vom bygð með sama
fyrirkomulaginu á þeim árum, því hann var kominn inn í
herbergið með hana áður en hún vissi af, og einss hljóð-
lega og köttur hefði gengið um. Hann hallaði aftur
hurðinni fyrst, en eftir andtak lét hann hana fallast hljóð-
laust að stöfum og læsti með lykli, sem stóð í skránni.
Svo fór hann úr frakkanum, og hjálpaði Díu að taka af
sér kápuna, og að því búnu tók hann stúlkuna í faðm
sinn og kysti hana lengi—lertgi.
Það var ekki kveikt á olíulampanum, sem stóð á