Saga: missirisrit - 01.12.1927, Qupperneq 19
SAG A
151
kommóðunni, svo það var myrkt inni. Rennig'lug'gatjalcl-
ið var dregið niður og huldi allan gluggann nema ofur-
litla þverrifu neðst, sem myndaðist við' það að brotinn
uppgjafa hárkambur varnaði glugganum að komast alla
leið niður að gluggakistunni, en hjálpaði vorloftinu að
streyma inn í herbergið.
“Þú ert dýrðlegasta vormyndin,” sagði Fred og lyfti
Diu mjúklega upp með sterkum örmum og vafði hana
svo enn fastar að sér.
“Elsku—elsku—eisku—” brauzt fram af vörum henn-
ar, þar sem hún lá með lokuðum augum í faðmi hans,
hugsunarlaus og viljalaus eins og hálfsofandi ungbarn,
sem gert er gælur við. Hann hafði ekki beðið hana um
hönd hennar og hjarta og hvorki minst á trúlofun né
eiginorð við hana. Samt fann hún að hún var alger-
lega á valdi þessa manns og gat ekki einu sinni óskað sér
að losna undan því.
Hægt og rólega settist hann með hana á stóliinn við
rúrnið. Og hún hvíldi við brjóst hans, eins og hún væri
þreytt og lítið barn, sem ætti að: fara að sofa. Hvorugt
mælti orð frá munni, en andardráttur he-nnar varð snögg-
ur og djúpur.
Það var engu líkara en Día væri sofnuð, og hann
lyfti henni upp í rúmið. En um leið og hann rétti sig
upp frá því starfi, komi hann með höfuðið við útsaumuðu
myndina, sem Día hafði hengt á títuprjón, sem stungið
var inn í gipsvegginn, og hékk myndin ekki hærra en það,
að hægt var að seilast til hennar úr rúminu, án þess að
rísa upp. Anna'ðhvort lyftist snúran, sem myndin var
fest með, upp af títuprjónshausnum, eða títuprjónninn
var ekki vel festur í veggnum, því myndin skall niður,
og kom glerið við hvítmálaða rúmgaflinn, sem steyptur
var úr járni, og brotnaði glerið með miklum brestum.