Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 21
S A G A
153
heimilisfólkinu myndi sofa í næsta herbergi, og ef það
vakna'ði við einhvern óvanalegan skarkala, var ekki aS
vita nema 'það kynni að fara aS grenslast eftir hvað um
væri aS vera. En þegar grátinn setti aS Díu, hélt hann
fyrst aS myndin hefSi meitt hana. Hann grúfSi sig niS-
ur aS henni, og spurSi haria blíSlega hvort hún hefSi
meitt sig, en baS hana í öllumi hamingjunnar bænum að
vera hljóöa, og spurSi hvort nokkur hætta væri á aS fólk-
iS færi aS grenslast eftir hvaS hávaSanum ylli.
Hann átti auSsjáanlega von á hlýjum orSum og atlot-
um, þvi hann lagSi vangann fast aS kinn hennar, en hon-
um til mikillar undrunar hnipraSi hún sig frá honum upp
í horn, eins og eiturormur heföi bitiS hana. Hún hélt
enn á myndinni meS báSum höndumi, og í stað svars, hóf
hún hana á loft og barSi henni á höfuS honum af öllu
afli, án þess aS hugsa nokkuS um, aS glerbrotin, sem
sum voru eftir í umgerSinni, gætu meitt hann.
Fred varS svo ilt viS, aS hann hröklaöist hálf æjandi
fram á gólfiS.
“Ef þú ekki ferð á auga-lifandi-bili burtu og út, j>á
skal eg æpa svo hátt, aS hjónin komi hingaS undir eins.”
Fred hlustaði agndofa á þessi dómsorS, sem frá rúm-
inu komu. Á dauSa sínum gat hann átt von, en ekki
þessu. HvaS gat hafa vakiS hana? HvaSa undra vald
var þaS, sem hér varð honum yfirsterkara? SvariS hefir
hann líklega seint fundiS. En Fred var enginn heimsk-
ingi. Hann fann og vissi aS hann haföi tapað nær því sigr-
uSum leik, og tapiö gæti orðið honum því skaðlegra, sem
hann dveldist lengur, því hann heyrSi umgang í næsta
herbergi. Hann greip hattinn, yfirhöfnina og treyjuna,
og var horfinn á sömu mánútu út úr herberginu, án þess
aS kveöja, og Día heyröi þegar hann lét aftur á eftir sér
framhurðina og gekk út á gangstéttina.