Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 25
Annaðhvort — — eða -
Mér skilst a'ö “Saga” eigi svo vi'öar dyr, aö inn um
þær komist allar skoöanir.
Mig langar til þess aö minnast hér á eitt mál'eíni. Þaö
er ekkert nýmæli, en eg lít á það öörum augum en flestir
aðrir. ef til vill.
Eg hélt því einu sinni fram í dálítilli ræðu, sem síðar
var prentuð, að «f Vestur-íslendingar stæöu allir saman
i óskiftri baráttu hver öðrum til heilla, þá gætu þeir veriö
það stórveldi hér í álfu, sem ekkert annað þjóðbrot jafn-
aðist við, hlutfallslega, í menningu og stórvirkjum. Þetta
var einlæg skoðun mín þá og hún er það enn.
Þrátt fyrir það að vort andlega veganesti að heiman
hefir komið oss að góðu haldi, þá hefir samt m'eiri hluti
þess verið gleyptur af þeim óseðjandi vargi, sem flokka-
dráttur heitir.
Eg sannfærist um það betur og betur eftir því sem
lengra líður, að það er aðallega eitt mál vor á meðal,
sem gert hefir isögu vora hér vestra að raunasögu!—því
það er hún, þrátt fyrir marga sólskinsbletti—þetta ó-
heillamál eru trúmáliín. Þau hafa skift Ves-tur-lslending-
um í harðsnúna og jafnvel hatursfulla flökka, er sækjast
og verjast með alls konar vopnum.
Sum þessara vopna hafa eitraðar eggjar og hafa sært
þeim sárum er seint gróa.
Þessi barátta hefir verið sú hít, sem etið hefir upp
meginið af vorum andlega forða.
Því sorglegri er þessi sannleikur fyrir þá sök, að í
baráttunni hefir fjöldi góðra og gáfaðra manna bókstaf-
lega farist.