Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 28
160
S AGA
spurninga, ef vér á annað borð viljum gefa kenningunni
nokkurn gaum. Fyrsta spurningin veröur þessi: “Er
kenningin fögur eða ljót?” Þegar vér höfum svaraS
sjálfum oss þeirri spurlningu og kotnist að þeirri niöur-
stöðu aS keimingin sé fögur. þá vakna tvær aörar spurn-
ingar, náskyldar hvor annari; þær eru þessar: “Er kenn-
ingin skynsamleg? og er hún framkvæmanleg?” Verði
niöurstaðan sú að þaö sé e'kki; me'<5 öörum oröum, ef vér
finnum að kenningin sé anna'ðhvort heimskuleg eöa ó-
framkvæmanleg, eöa hvorttveggja, þótt hún sé fögur hug-
sjón, þá er hún þýöingarlaus og ekki ómaksins vert að
gefa henni frekari gaum.
Ef oss aftur á móti reiknast dæmiö þannig aö kenn-
ingin sé alt þrent: fögur, skynsamleg, framkvæmanleg, þá
er það siðferðisleg skylda vor aö fallast á hana; ekki að
eins í orði, heldur helga henni líf vort og framferði.
Og nú kem eg að aðalatriðinu. sem eg hefi í huga í
þessu sambandi. Það eru hinar svo kölluðu kristnu kenn-
ingar. Eru þær fagrar? eru þær skynsamlegar ?
eru þær franfkvæmanlegar ? Mér finst svo afð
segja allir trúflokkar og nálega allir einstaklingar komi
sér saman um það, hverju sem þeir trúa, að 'svara þess-
um spurningum á sama hátt. Þeir telja allir kénninguna
fagra, en óskynsamlega og óframkvæmanlega. Þeir segja
þetta ekki fmeð orðum; þeir rita það ekki á pappírinn; en
líf og breytni manna eru ábyggilegri svör en orð og skrif,
og hverjir eru þeir, sem sjálfir vilja bókstaflega lifa
kristnu kenningarnar ? Eg þekti tvo menn á Islandi, sem
gerðu það, og þeir voru báðir hæddir og fyrirlitnir sem
fáráðlingar. Eg hefi þekt örfáa menn hér í álfu, sem
í einlægni reyndu að lifa kenningu Krists, og þeir urðu
öllum kristnum mönnum að athlægi.
Er ekki tími til kominn, annaðhvort að hreyta til og