Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 29
S AGA
161
Hfa samkvæmt kenningum Krists, eða viðurkenna aö þær
séu loftkastalar, sem engan grundvöll hafi ? Eg skal nefna
örfá dæmi af þeim kröfum, sem Kristur gerir til þeirra,
er honum vilja fylgja. Sá sem á tvær flíkur, en veit af
einhverjum öðrum, sem ekki á neina sams konar flík, á
að gefa honum aðra, annars er hann ekki kristinn. Frum-
skilyrðið til þess að geta fylgt Kristi er það að losa sig
við allar veraldlegar eignir—alla fjármuni, sá sem ekki
gerir það, er ekki kristinn samkvæmt eigin or'ðum Krists.
Maðurinn á að taka sér grösin og fugla loftsins til fyrir-
myndar og hugsa hvorki um föt né fæði nema þann og
þann daginn. Hver fylgir—hver vill fylgja—þessuni
kenningum? Ekki nokkur lifandi nútíðarmaður. Hvað
væri sagt um þann mann, er þessum kenningum fylgdi?
Hann væri fyrirlitinn af öllum. En hvers vegna er þá
verið að kenna þetta? Hér er ekki fremur átt við einn
trúflokkinn en annan, þeir kenna þetta allir—en fyrirlíta
það samt allir.
Skynsemi gæddar verur, eins og vér mennirnir þykj-
umst vera, ættu að krefjast þess að heilbrigð skynsemi sé
á bak við það, setn osis er kent. Ef vér lifðum undir sam-
eignar — eða jafnaðar þjóðfélags fyrirkomulagi, þá ættu
allar þessar kenningar .miiklu fremiur við; en mér skilst að
flestir, sem þær flytja séu því fyrirkomulagi andstæðir,
með öðrunt orðum; hafi ekki trú á sínum eigin kenning-
um—þess vegna eru þær og verða eins og hljómandi málm-
ur og hvellandi bjalla.
Annaðhvort verða kennendur kristninnar að sýna vilja
til þess að lifa kenningarnar sjálfir, eða játa það hrein-
skilnislega að þær séu óframkvæmanlegar hugsjónir og
því þýðingarlitlar. —
Já, trúarbrögðin .hafa marg klofið og rofið þjóðlíf
vort og framkvæmdalíf hér vestra þvers og langs, og eg