Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 30
S A G A
l(i2
get ekki séö aö það breyti lífi einstaklingsins til hins
betra eöa verra hverjum flokknum hann fylgi. Eg sé ekki
að lúterski flokkurinn eða einstaklingar hans sýni það í
líferni að þeir séu trúrri lærisveinar Krists en aðrir. Eg
sé það ekki að únítarar eða sanubanclsmenn sýni það í
framkomu gagnvart öðrum að þeir séu frjálslyndari eða
víðsýnni en hinir, og eg <sé ekki að þeir, sem utan allra
flokka standa, séu tiltölulega fleiri á breiða veginum en
aðrir.
Eg endurtek það þess vegna, að mér finst það ekki
breyta lífi manna til ills né góðs hverju þeir trúa. Þar
af leiðir það aftur að mér finst alt, sem lagt hefir verið
í sölurnar fjárhagslega og á annan hátt í trúarbaráttunni
vor á meðal hafi að minsta kosti ekki verið notað til eins
nytsamlegra framkvæmda og vera mætti.
Aftur á móti finst mér sú barátta oft hafa skapað ó-
vini þar sem vinir áttu að vera; andstæðinga þar, sem
samherjar áttu að vera.
Af þessum ástæðum, sem greindar hafa verið, finst
mér að Islendingar ættu að leggja niður þær kirkjur, sem
þeir nú hafa og mynda eina allsherjar kirkju, þar sem
allir gætu hlustað á allar kenningar með umburðarlyndi.
Með þessu væri stígið istærsta spor hugsanlegt til frið-
ar og samvinnu vor á meðal í öðrum áhugamálum vor-
um. Með því notuðust allir beztu kraftar fyrir alla heild-
itia. Með því væri sparað óútreiknanlega mikið fé og ó-
þarfa starf. Með því væri oss öllutn safnað saman undir
eitt allsherjar merki til sæmdar og samvinnu í öðrunt
málum.
Vestur-íslendingar hafa um tvent að velja, og tvent
aðeinis: Annaðhvort verða þeir að halda áfram dreifðir
og skiftir í baráttu hverir við aðra og horfa í vaxandi
örvæntingu á smá-fæikkandi lið og smá-minkaða krafta á