Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 31
S AG A
163
allar hliöar, þar sem yngri kynslóöin rennur saman viö
enska hafiö og vesturflutningar eru hættir—'horfa á þetta
þangaö til allir þeirra flokkar eru orönir svo fámennir
og blóörunnir, aö þeir verða að gefast upp allir og deyja,
þegar of seint er oröiö til afturhvarfs—já, annaðhvort
þetta eða taka saman höndum nú þegar, brjóta öll sín
gömilu stríðsvopn, sem beitt hefir veriö innbyrðis og renna
saman í eina fylking. — Sé látið reka á reiðanum á gömlu
sundrungarfleytunni, þá er skemmra en margur hyggur að
því iskeri, sem alt hlýtur að stranda á. Sé hin aðferðin
aöhylst þá verða Islendingar hér í álfu ódrepandi um
langan aldur. Það er aðeins um tvent að velja.
Sig. Júl. Jóhannesson.
SÖGN UM ROBERT BURNS.
Robert Burns, skozka skáldið fræga, var fátækur maður.
Einu sinni þegar búskapurinn gekk illa hjá honum, fékk
hann sér tollþjónsstöSu, sem var borguð með þvi, sem svar-
ar þúsund íslenzkum krónum 4 ári. sem ekki var svo lítið fé
I þá daga.. Starf ihians var I þvl fólgið að sjá um að óleyfi-
leg vínbruggun og vínsala æt*ti sér ekki stað innan takmarka
gæzlu hians, sem náði yfir tíu sóknir, og að láta taka
þá fasta, sem lögin brutu. Honum þótti staða sln afar ill,
en peninganna gat hann lei án verið.
Allir stærri bruggararnir og smyglarnir höfðu ótta af
honum, þvl hánn þáði ei af þeim mútur og vægði þeirn lítt.
En fátækum mönnum og konum hlífði hann oft, þótt hann
vissi lað þau seldu siitthviað af vini óleyfilega. Hefir ein
saga um það geyrnst til vorra daga: Eitt sinn drap hann 4
dyr hjá bláfátækri lconu, sem vlnföng seldii i óleyfi, og hróp-
aði: “Ertu vitlaus, Kata? Veistu ekki að umsjónarmaður-
inn og eg koma til a.ð rannsaka hjá þér eftir 40 mlnútur?”
petta hreif. Pegar þeir kiomu fanst ekki deigur dropi I
kofanum.