Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 32
Allir vegir færir.
Eftir I. P. Pálsson.
(Pessi saga er skrifuS með íhliðsjón af 'blaðafregn og' er því
að miklu leyti raunverulega sönn. — Höf.)
“Fari þeir allir gráalda—svo sem Jónas Grant kvað
á. Hann leit á. stóran ferhyrndan pappirsböggul, seni
pósturinn var nýkominn með. ÞaS var í tuttugasta og
fimta iskiftiö, -sem pósturinn haföi laumað isama bögglin-
um inn fyrir dyrnar hjá Jónasi Grant; svo honum var
ekki ókunnugt um innihaldiö. Þaö var skáldsagan hans,
er hann haföi unni'S aö af lífi og sál svo mánuöum og
jafnvel árum skifti. Yfir henni haföi hann hlegiö og
grátið; því hún var hold af hans holdi og sál af hans sál.
Og þetta óskabarn hans hafði flækst um alla Ameríku hátt
upp í tvö ár, frá einum útgefanda, heim til föðurhúsanna,
og þaöan aftur til annans útgefanda, ,svo heim aftur og
svona koll af kolli. Heim meö sér hafði hún vanalega
snoturt gljápappírsspjald, stundum skrautritaö: “Þaö
hryggir oss, að handrit yöar er ekki þess eðlis, að vér sjá-
um oss fært að igefa það út.” — “Já. það er vist alt af
grátur og gnístran tanna í heimkynnum þeirra, þessara
vesalings, margþjáðu píslarvotta, sem á hverjum degi
veröa aö úthella sorgum sínum á tugum og hundruöum
skrautritaöra gljápappírsspjalda.” Hann hafði líka gef-
ið þeim fleiri hrygðarefni en bókina hans. Kvæöi, rit-
gerðir, leikrit og ismásögur hafði hann sent í allar áttir:
og útkoman varð ætíö hin sama. Alt kom til baka meö
þessum eilífu, óumibreytanlegu hrygðarvottorðum á snotr-
um, skrautrituðum gljápappírsspjöldum1. — “Gustuk væri
nú aö láta greyin hlæja einu sinni.” Og Jónas Grant