Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 37
SAGA
16!)
Jónas Grant nokkurn veginn friö fyrir þessum spæjurum,
meö því aö lofa hverjum þeirra fyrir sig aö hann skyldi
fyrstur komast á fund 1. Búraski. Þó kom aö þvi um
síðir að forvitni heimsins reyndist honum ofjarl. Og
einn góðan veðurdag, 'þegar tíu fréttaritarar sátu í kring
um Jónas Grant, í setustofunni heima hjá honum, og
lögðu að honum með bænum. skömmum og hótunum,
gafst hann upp. — “Eg er í. Búraski. Hvað hafið þið
um það að segja, herrar mínir?”
“Þú í. Búraski!” — “Ómögulegt!” — “En myndin
af honum?” — “Já, myndin. Þetta er gabb eitt.” — “Eng-
ar brellur.” — “Barrabas.” — “Vér látum Barrabas laus-
an, ef þú selur oss í hendur meistarann.”
Jónasi Grant kom í hug Daníel spámaður, þegar hann
var í ljónagröfinni. “Bíðið eitt augnablik, herrar nún-
ir, meðan eg skýzt inn í svefnherbergið mitt.” — “Þú ferð
ekki eitt fet.” — “Enga útúrdúra.” — “Þessi skrípaleikur
hefir gengið nógu lengi.” — “Gefðu okkur áritun í.
Búraski.” — “En eg neyðist til að minna ykkur á, að eg á
hér yfir húsum að ráða. Og í. Búraski er—er—ja—að
klæða sig í svefnherberginu mínu.” Jónas Grant komst
inn í herbergið og læsti að sér. Út úr klæðaskáp sínum
tók hann lítinn kassa og opnaði hann. 1 honum var hiár-
kolla og hökutoppur með öðrum tækjum til þess að breyta
andlitsútliti manns. Það var ekki langrar stundar verk.
Eftir fáeinar mínútur kom Jónas Grant, eða öllu heldur
í. Búraski fram í stofuna: “Þekkið þið mig nú, herrar
mínir ?
Fréttaritarana setti hljóða. Þeir könnuðust eflaust
við vaxtarlag. klæðaburð og rödd Jónasar Grant. En
andlitið! Augun útglent, augnabrúnirnar upp spertar svo
ennið lá í fellinigum, munnvikin geifluð niður með hök-
unni — í stuttu máli hin gáfulega ásjóna, sem hinn ment-
L