Saga: missirisrit - 01.12.1927, Síða 39
SAG A
171
og vegsama í. Búraski fyrir rit hans? — >eir hristu höf-
uðin. Svona var þaí) meS öll gení, kunnu aldrei aS meta
sín eigin verk. — Og ætluSu þessir fréttasnatar aS bera
þaS ofan í Jónas Grant, aS þetta, sem hann hafSi soSiS
saman, undir gervinafni, í fyrirlitningar skyni og bræSi
viS listdómara og útgefendur, væri leirburSur og þvætt-
ingur af örgustu tegund'? Jæja. Jónas Grant skyldi
aldrei aS eilífu skrifa eina línu meir í anda í. Búraski.
Þessir bölvaSir þöngulhausar skyldu verSa sér til ævar-
andi skammar fyrir aS láta skáldrit Jónasar Grant liggja
óprentuS um aldur og æfi. Og Jónas Grant var bál-fjúk-
andi reiSur. — Temperament. HöfSu ekki öll gení
temperament? Þetta var alt svo skiljanlegt. — Jónas
Grant þagnaöi. VarS alt í einu sárþreyttur. Hann lauk
upp hurSinni........
Loksins fékk heimurinn aS kynnast þessum í. Búraski,
öSru nafni Jónasi Grant. Hvert útgáfufélagiS á fætur
öSru bauS í öll þau handrit hans, ,sem hann kynni aS eiga
enn óprentuS, hverju nafni, sem þau nefndust.
Breyting sú, er varS á stíl og stefnu þessa heimsfræga
höfundar vakti talvert umtal í bókmentaheiminum, og sum-
ir hörmuSu fráhvarf hans frá rithætti og skáldskap í.
Búraski. En allir voru á eitt sáttir um aS í öllum ritum
Jónasar Grant kæmi sama snildin fram. Hann var fyrst
og síSast gení, og sönnu gení eru allir vegir færir.
NÝ ADFERÐ.
Tveir gamlir karlar utan úr sveitum, sem biðu eftir aS
vera kliptir, sáitu inni í rakanastofu og horfðu á hárskerann
svíða hárendana á kolli eins viðskiftavinar síns.
“Aldrei viar pað nú siður í mínu ungdæmi að lýsa ©ftir
þeim. með ijósi,” isagði annar ’karlanna.
"Og ekki heldur að brenna þær á báli eins og galdra-
menn,” svaraði hinn.