Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 41
S A G A
173
og sœkja með djörfung og sólhlýrri lund
að sérhverju gófgandi verki.
bii forðast skalt styrjaldar fárlega tjón,
í. fégirnd, sem oft hefir rcetur.
Er mennirnir œrast sem iilfar og Ijón,
z>or ástríki frelsari grætur.
Og forðast þií lokkandi freistingahaf
svo flóðsker ei megi þér granda,
en vaxtaðu pund þitt, sem gjafarinn gaf
til góðs þínum líkham og anda.
Ó, treyst ekki’ á vald þitt, þinn vísdóm og mátt
því villa sú leiðir til nauða.
bótt svifið þii getir um heiðloftið hátt,
þú hnígur til jarðar í dauða.
Ó, dirfst þú ei, maður, að hreykja þér hátt;
—er helgyðjan yfir þig skyggir,
þú, smœlinginn, hefir ei magnaðri mátt
en maurinn, sem jörðina. byggir.
Ó, varpa þú hugsun um mannhefnd og morð
og minst: þú ert gestur á förum,
og nem þú ið heilaga hjálpræðisorð,
sem hljómar frá guðdómsins vörum.
14.—7. ’27. Jóh. Örn Jónsson.
UNÐARLEG SPURNING.
“Hefirðu lagleg kvenmannisúr hérnia, Karl minn? spurði
væntanlegur kaupandi.
“Já, Jðn min.n,’’ svaraði úrsmiðurinn. “En er >að handa
konunni þinni, eða van.tar þig eitthvað sem er dýrara?”