Saga: missirisrit - 01.12.1927, Síða 42
Launin.
1.
Allra leiöir lágu til Winnipeg. Þótt innflytjendurnir
þektu vesturlönd Canada lítiS, þá þektu þeir samt þetta
nafn. Þúsundir smálesta af holdi og blóði og beinum—
lifandi mannakjöti—voru fluttar til Winnipeg frá öllum
heimslöndunum, til útbýtingar eyöiskógunum, sléttuauSn-
inni og óreistu borgunum, sem biöu útmældar húsanna og
hallanna. — Nú er Winnipeg búin að borga heiminum
kjöt sitt í pundatali, og fram yfir þaö, meS öllum þeim
smálestum lifandi nautakjöts, sem þaðan er flutt—án þess
á lifandi hveitikornið sé minst, sem matar mörg heims-
löndin. Lifandi mannskrokkarnir, sem liggja nú margir
fúnir í foldu, ávöxtuSust vel, og máttur þeirra og megin
ber Canada hundraSfaldan vöxt og viSgang fram aldirn-
ar.—Ástin borgar atlotin meS umhyggjusemi og kærleika.
GóSur viSurgerningur meS vexti og holdum, eða meira
starfi— að minsta kosti með meiri áburði.
2.
Landa-landnámssöguöldin var byrjuS. íslenzkan
hljómaSi um hauður síns nýja nafns á vesturströnd
Winnipeg-vatns, svo kvað við í skóginum. Á Winnipeg-
sléttunni, og nýlendunum nýmynduöu, er risu upp aust-
an Fjallanna i NorSur Dakóta og* innan um hólana og
tjarnirnar í Argyle, bergmálaSi eylendutungan, “allri
rödd fegri,” hugsanir, vonir -og framkvæmdir frumbyggj-
anna starfsömu, sem erjuðu jörðina, ólu upp og átu
skepnur sínar, tegldu trjákofana saman, tyltu upp litlum
rúmum handa börnunum og negldu saman sterk og stór
rúm handa sér og konuni sínum að sofa í.