Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 45
S A G A
177
á þau og börnin, sem eigi varð án komist. Gátu þau því
litiö lagt á borö meö sér, enda var eigi til þess ætlast. En
þegar hagur þeirra tók aö rýmka, vildi Lilja fara að smá-
borga Höllu fyrir viistir og veru, en hin síðarnefnda aftók
það með öllu að veita henni leyfi til að spilla með pen-
ingum ánægju þeirri, er þau höfðu notið af samvistunum.
7.
Skúli og Rósa uxu upp og urðu hin mannvænlegustu.
Þau nutu all-mikillar skólamentunar, og þegar þau höfðu
aldur til fékk Skúli sér vinnu í íslenzkri matvælabúð, en
Rósa vann í enskri deildarsölubúð. Á þeim árum tók
Winnipeg mjög að byggjast vestur eftir sléttlendinu
mikla, og ekki hvað minst af íslendingum. Voru þau
Lilja og maður hennar ein þeirra er þangað fluttu, og
reistu sér þar snoturt, tvílyft hús með öllum þeim þæg-
indum, er þá tíðkuðust. Áttu þau það skuldlaust upp-
komið. Hugsuðu 'þau hjónin með sér að eyða æfikvöld-
inu á heimili þessu ásamt börnum sínum. Enn þá vann
maður Höllu á hverjum degi það sem kraftarnir leyfðu,
en ærið mikið var hann nú farinn að láta á sjá.
8.
Eftir fimm ára veru í Winnipeg flutti Lilja með
manni sínum og börnum vestur í smábæ í öðru fylki, sem
þá var að byrja vöxt sinn. Skrifuðust þær Halla á ann-
að slagið, og hættu því aldrei með öllu. Lét Lilja hið
bezta yfir sér. Maður hennar hafði náð góðri heilsu og
smíðaði nú hús fyrir aðra eftir samningum, bygði siálf-
ur og seldi og hafði yfir mörgum mönnum að ráða. Eitt-
hvað hafði hann líka keypt af ódýrum lóðum utarlega í
bænum, sem urðu i miðpunkti bæjarins að kalla mátti
þegar árin liðu, og hækkuðu stöðugt í verði. Það eina
sem Lilja kvartaði undan var íslendingaleysið, sem hún
fann meira til en maður hennar, sem hafði sökt sét af