Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 46
178
S AG A
alhug niður i starfslífið hérlenda, eha foörn þeirra, sem
umgengust einungis hérlend börn á skólunum, og sniSu
sér stakk eftir 'þeim og hugsuöu og töluðu mest á þeirra
vísu.
9.
Eigi liðu rnörg ár frá því aS húsiö á Sléttunni var
reist og þar til Skúli keypti verzlun þá, er hann vann viö,
meö hjálp foreldra sinna. Sama áriö kvæntist hann ís-
lenzkri stúlku, en Rósa giftist bándarískum verzlunar-
manni frá Chicago, sem dvaldi eitt ár í Winnipeg og tók
hana þangað meö sér. Skúli bjó með konu sinni á loft-
inu yfir búð sinni, og var hún ekki sem ánægðust með
staðinn. Kaus hann þó heldur en flytja til gömlu hjón-
anna, foreldra hans, og vera þar í annara húsum, þótt
það stæði til boða. Liðu svo stundir fram. En Höllu og
manni hennar þótti tómlegt í hreiðrinu kringum sig, þeg-
ar ungarnir voru flognir.
10.
Haustdag einn í hráslagaveðri kom maður Höllu veik-
ur heim úr vinnunni, og dó eftir nokkurra daga legu 5
lungnabólgu. 1 sorg sinni fánst Höllu hún hvorki hafa
elju né löngun til að stjórna húsi sínu lengur, og verða
fegin að losna við alt. Gaf hún allar eigumar börnum
sínum með þeirri þögulu vissu, að hún fengi að dvelja
hjá þeim það sem eftir væri æfinnar, unz grafarinn og
guð tækju líkama og sál til sín. Hlaut Skúli húsið í sinn
hlut, og hafði nú kona hans ekkert á móti því að flytja í
það og verða þar sjálf húsfreyja. Gömlu húsgögnin voru
flest seld og ný keypt í staðinn, sem betur samsvöruðu
nýjum móð og menningu. Rúm, borð og stóll, íslenzku
bækurnar hennar og örfátt smávegis af gömlu reitunum,
var alt sem Halla átti nú eftir sjálf, og stóð það inni í
minstu svefnstofu hússins, sefn henni var úthlutúð.