Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 47
S AGA
179
11.
Dagarnir uröu þöglir og kaldir og langir, þegar starf-
iö hætti og umhugsunin um þaö. Þótt hún vildi hjálpa
nýju húsmóöurinni eitthvað og lagfæra hitt og þetta, sem
henni fánst að gæti farið betur, þá varð oftast endirinn
sá, að það var ekki gert eftir kúnstarinnar reglum, svo
hún trénaðist upp á því og hætti að skifta sér af nokkru
eða bjóða hjálp sína. Hélt hún að mestu kyrru fyrir í
herberginu sínu, en rölti stundum út að heimsækja kunn-
ingjana, og heyrði einhvern veginn út undan sér, að ekki
þætti mikið lið að henni á heimilinu.
12.
Sárast féll henni að geta ekki einu sinni gefið gömlu
kunningjunum sínum kaffisopa, þegar þeir komu að sjá
hana. Því var hún þó óvön. Hún, sem æfinlega gerði
öllum gott, sem að garði báru. Tengdadóttirin þekti gesti
hennar lítið og ekkert og lét þá afskifta'lausa. Það voru
ekki hennar gestir. Og það var flest gamalt fólk, sem
klæddi sig nítjándu aldar búningum, talaði mest háværa
islenzku, og kom ensku nágrönnunum til að glápa á hús-
ið hennar eins og naut á nývirki. Sjálf talaði hún oft-
ast nær ensku og var illa við að hús hennar fengi á sig
útlendingsblæ. Halla kunni ekki við að biðja um kaffi
eða aðra hressingu handa kunningjunum. Henni fanst
hún engin gustukaskepna eða betlari. Átti hún ekki inni
fyrir svona litlu? Hún keypti sér hálft pund af brendu
og möluðu Java-kaffi—mikið betri og dýrari tegund en
þorri íslendinga drekkur seyðið af,— dálítið af mola-
sykri og smákökum, en rjómann var hægt að kaupa á
næsta götuhorni, nær sem gestkvæmt varð. En þegar
hún ætlaði að íara að ráska með þetta og fá lánuð áhöld
hjá hinni og nota eldstóna, þá varð hún fyrir. Ekkert
sagt en alt skildist. Gestirnir fundu líka að þeir vöru