Saga: missirisrit - 01.12.1927, Blaðsíða 49
S AGA
181
rúmi ömmu sinnar og henda íslenzku bókunum harkalega
um herbergið, svo skemdir voru auðsæar. Hún bannaði
honum þetta. Rak hann ofan úr rúminu og tók af hon-
um bækurnar. BarniS lagði undir flatt og horfði lengi á
ömmu sína, eins og þaö stór-efaðist um að hún ætti með
þetta Loks spurði hann á samblandaðri ensku og ís-
lenzku, með mikilli alvöru: “Hve nær ætlar þú að fara
að deyja eins og afi?”—Höllu varð orðfall. I>að var sem
hún væri stungin, en strákur kinkaði koilinum íbygginn
og bætti við um leið og hann hljóp út: “Þá fæ eg rúmið
þitt og sef einn, og má fara með bækurnar eins og mér
sýnist.”
15
Halla varð guðslifandi fegin, þegar henni í einu bréf-
inu frá Rósu dóttur sinni var boðið að koma suður í
Chicago til þeirra hjónanna, og fór eins fljótt og hún
komst. Rósa var henni einkar góð og maður hennar engu
síður, þótt ekki yrðu viðræðurnar þeim til mikillar
skemtunar. En nú mátti svo heita að hún sæi aldrei ann-
an Islending en dóttur sína, því Rósa hafði að eins kynst
vinum og frændfólki mannsins síns, en þekti ekkert Is-
lendinga þá, sem í borginni bjuggu, og var svo gersam-
lega horfin öllu íslenzku, að hún keypti hvorki Lögberg
né Heimskringlu. En Halla gat ekki annað verið en ís-
lendingur, og saknaði þess að geta ekki komið til þeirra.
Svo smátt og smátt, eftir því senr hún var lengur hjá
dóttur sinni, fanst henni hálfur skaði betri í Winnipeg,
en allur þar syðra—frá íslenzku sjónarmiði séð. Það
verður svo kenjótt þetta gamla fólk, eins og fleiðruðu
áburðarhestarnir, sem reiðingurinn má hvergi snerta.
Halla fann að sér nryndi það mikil ánægja að dvelja hjá
þeim hjónunr tíma og tínra, en þegar tínrinn breyttist
í nránuði og mánuðirnir r ár, þá konr óyndið og eirðar-