Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 52
184
S A G A
þyrfti sjálf að lenda þar—væri neydd þangaö meö valdi,
af því aö hún þótti fyrir og átti hvergi varanlegan sama-
stað—eftir alt stritiö og stríöið og baráttu þeirra hjón-
anna að koma börnum sínum til manns. Einstæðings-
skapurinn og hjálparleysið varð næstum að örvæntingu i
hug hennar. Ef hún heföi átt eigurnar sínar og farið
sjálfviljug á hælið og gefið þær meö sér, þá heföi verið
öðru máli að skifta. En nú var hún send þangað eins
og aumasta gustu'kaskepna, að eins til að losast við hana.
Og þótt gefið væri með henni svona fyrsta sprettinn, þá
gat það nú farið svo að það smá-gleymdist þegar fram
í sótti, og þá yrði hún bara reglulegur sveitarlimur, að
henni fanst. Svo þetta voru sigurlaun nýlendustríðsins!
19.
Hreyfilreiðin beið fram á strætinu. Skúli og konan
hans og börnin voru komin út á veröndina og biðu á
pallinum. Þau ætluðu öll með gömlu konuna ofan eftir.
Það var ekki nema fallega gert að fylgja henni úr
garði, og svo var það bara upplyfting að keyra þetta í
góða veðrinu. í dyrunum stóð Halla grátbólgin og studd-
ist upp við dyrastafinn. Henni varð sein síðasta gangan
út úr gamla húsinu sinu, sem nú átti að fara að selja.
í þessum svifum kom stór, lokuö reið aðvífandi og stað-
næmdist hjá hinni. Út úr framsætinu steig eignasalinn,
sem hafði hús hjónanna til sölu og opnaöi aftari hurðina
og tók í hendi aldraðrar og velbúinnar konu og hjálpaði
henni út úr vagninum. Þau gengu upp á pallinn og
eignasalinn heilsaði hjónunum. Kynti hann þeim kon-
una og sagði þeim hún væri nýkomin til borgarinnar vest-
an úr landi og ætlaði að kaupa hús í Winnipeg, og væri
hann nú að sýna henni nokkur þeirra og þar á meðal
þetta. Á meðan hafði ókunna konan komið auga á Höllu
í dyrunum. Var auðséð að þún þekti hana, því hún