Saga: missirisrit - 01.12.1927, Page 53
S AGA
185
nefndi nafn hennar og faðmaði hana aö sér. — “L,ilja!”
hrópaöi gamla konan, og nýr straumur heitra tára hneig
niður kinnarnar.
20.
Maður Li'lju var látinn, og haföi skilið svo miklar
eignir eftir sig, aö hún átti tuttugu og fimm þúsund dali
sjálf, þegar börnin höföu fengiö föðurarfinn, en Lilju
kom eigi til hugar að leggja börnunum sinn part upp í
höndurnar strax. Tvær dætur hennar voru giftar cana-
dískum mönnum, en sonur hennar var ókvæntur og bjóst
viö að setjast að í Winnipeg. Hana hafði alt af langað
í íslenzka félagslífið í Winnipeg, og Höllu haföi hún
aldrei gleymt—hjargvættinum þeirra. Hana grunaði aö
henni liöi ekki eins vel og hún ætti skilið, þótt eigi hefðu
bréf hennar sagt það beint. Strax sem hún kom til
Winnipeg og spurði gamla kunningja eftir henni, frétti
hún alt hiö sanna og var ekki lengi að hugsa sig um hvaö
gera skyldi. Hún keypti húsið, og þar sem hún bauðst til
að borga það út i hönd, urðu þau hjónin að slá af því
enn nokkrum hundruðum, því þeir kaupendur buðust ekki
á hverjum degi. Var húsið með gjafverði. En hjónin
urðu hálf vandræðaleg, þegar þau heyrðu að Lilja sagði
eignasalanum að láta búa út eignaúbréfið í nafni Höllu en
ekki sínu. “Þú átt að vera húsfreyjan á heiniiilinu eins
og í gamla daga, elsku Hálla m-ín, hvort sem þú lofar mér
nú að vera lengur eða skemur hjá þér, í þetta sinn.” Svo
sagði Lilja. Halla faðmaði hana að sér, gekk inn í húsið,
sem aftur var orðin hennar eign, og brosti gégnum tárin.
b. f>. i>.