Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 58
190 S A G A
til umbóta. Og alt hiS' nýja, sem hann sér, skorar á hann
til rannsóknar.
Gerbreytandinn er postuli breytinganna.
í því tilliti eru þeir jafnir, gerbreytendur þjóðfélags-
ins og rannsakendur ví'sindanna. En framkoma vor viö
þá, er harðla ólík. Vér sendum hiná fyrnefndu í myrkva-
stofu, en reisum starfhallir efnafræÖinnar handa hinum
síðar nefndu.”
Sami maður segir frá þvi aS Stálsamband Fylkjanna
leggi ógurlega háar fjárupphæSir til síðu á ári hverju
fyrir rannsóknir. Og þótt fáir muni ásaka Stálsamband-
•ið um að reyna að ala upp gerbreytendur, þá er það samt
víst, að vandræðaseggi elur það meðal starfsmanna sinna:
menn, serm verða þess valdandi með uppfundningum sín-
rm og breytingum í stóriðnaðinum, að þúsundir manna
missa stöður sínar og atvinnu. Stjórnarfarslegar breyt-
ingar geta ei valdið öðrum eins byltingum í lífi manna og
atvinnugreinum, eins og vélaiðnaðurinn hefir orsakað.
Stærstu starfsfélögin í Fylkjunum, borga svo miljónum
ftir á ári hverju, til þess að hafa færustu hugvits-
mennina í þjónustu sinni. Og þau hika ekki við að gera
breytingar, sem kosta tugi miljóna, þegar þau sjá að
sparnaðurinn tvöfaldar þá upphæð á fáum árum, og
breytingin er félaginu til bóta og hagnaðar á allan hátt.
“Hvað mundi ske,” spyr Glenn Frank, “ef háskólarnir,
kirkjurnar og landstjórnin þyrðu í eitt ár að vera eins
gerbreytin og verzlunar- og iðnaðarfélögin stóru?
Fangelsið gæti beðið þess, sem kæmi með tillögu urn
betra stjórnarfyrirkomulag.
Betri staða og hærri laun bíða þess mannisins, sem
kemur með uppástungu um betra fyrirkomulag verzlunar-
innar.
Tvent er nauðsynlegt.