Saga: missirisrit - 01.12.1927, Side 60
192
S AG A
Sú var tíSin, aö ekki þurfti langt aö fara til aö sjá
sérkennileika, sem apaöi -ekki alt eftir öörurn. Hver
sýsla átti sín einkenini, hver sveit bar sérstakt yfir-
bragö, hvert heimilislif haföi þann svip, sem var frá-
brugöinn öörum heimilum, og þaö mátti næstum segja,
að hver einstakur maöur heföi einhvern þann ávana eöa
kæk, og svo sérstakan hugsunarhátt, sem einkendi hann
aö eins einan, bæði í sjón og reynd.
Þá var mállízka svo mikil í landinu, að Norölendingar
og Sunnlendingar hlógu dátt hvorir að öörum sökum mis-
munandi orða og áherzlu. Gerði ei betur en svo, að
hvorir skildu aðra, svona fyrst í stað. Sunnlendingar
þóttu latmæltir og draga seiminn, en Norðlendingar harö-
mæltir, og bíta sundur hvert orð. Þó kastaði tólfunum
þegar Norðlendingar komu nyrzt á Vestfirði, því þá urðu
saklaus orð Vestfirzkunnar að sekum klámiyrðum í orða-
safni Norðlenzkunnar.
Fyrir þrjátíu árum síðan voru margir sérkennilegir
karlar í Svarfaðardal. En þann hluta landsins þekki eg
bezt, því þar ólzt eg upp. Tjáir ekki að telja nöfn þeirra
i jafn stuttri grein og þessari. En allir voru þeir jafn
sannir sjálfum sér með það, aö eiga sjálfa sig og vera
þeir sjálfir og ekkert annaö, hvort sem þeir voru hrepps-
ómagar, umrenningar eða óðalsbændur. Þeir þóttust og
voru allir góðir fyrir hattkúf sinn eða húfu-pottlok. Og
ef Hollywoodmyndirnar hreyfðu jafn sönnum “karaktcrs,”
og Svarfdælsku karlarnir voru, þá væri líka sannari
skemtun að horfa á 'þá kvika, en oft vill verða. — Nú eru
allir menn þessir moldu huldir, og líklega flestir aðrir
sérkennilegir menn í öðrum sveitum landsins.
í gamla daga bjó hver að sínu. Einrænt uppeldi, sam-
gönguleysi og þröngt umhverfi en þó söguríkt, mótaði
hegðun hvers og hugsun. Og einvera og barátta, gerðu